Ég veit nú ekki hvort allir séu ánægðir með að það sé verið að hjálpa fólki að fara í andaglas en samt ætla ég að gera það, ég veit í raun ekkert um andaglas þ.e. hvað það er og hvað það er sem gerist í raun og/eða hvort það sé er hættulegt eða hvað. En ég hef farið nokkrum sinnum í andaglas og kann allavega að láta það virka.
Eins og ég hef gert þetta þá tek ég pappaspjald með slétt yfirborð, tek glas og teikna hringi fyrir alla stafi stafrófsins eftir glasinu, einnig já, nei, byrja, hætta, 0,1,2,3… Það eru víst sérstakir staðir sem hver reitur á að vera á en það hefur ekki skipt neinu máli hjá mér allvega.
Svo er spjaldið lagt á gólf eða borð og allir koma í kringum það, svo (þetta kann að hljóma asnalega) haldast allir í hendur og fara með faðirvorið (og reyna að hlæja ekki) síðan tekurðu glasið og heldur því á hvolfi! yfir höfðinu á þér og snýrð því í tvo hringi, fyrst réttsælis svo rangsælis, síðan dregurðu glasið niður með miðju andlitinu og blæst inní það síðan yfir mitt andlitið frá hlið (eins og kross) og passar að halda því sem mest á hvolfi, svona á glasið að ganga allan hringinn og allir að gera þetta, síðan er glasið lagt á byrjunarreytinn, og svo kemur stóra spurningin… ER “ANDI” Í GLASINU?..
Allir hafa einn putta laust á glasinu og spurja að þessu, eftir smá stund ætti glasið að byrja að hreyfast í átt að já reitnum (ef ekkert gerist gæti verið að það þyrfti að byrja upp á nýtt),
þegar eitthvað er farið að gerast þá er oft gott að koma með spurningu eins og ertu góður “andi” og fer þá glasið vonandi aftur á já, svo þegar “andinn” vill hætta þá fer hann á hætta reitinn sjálfur, eða þið eruð orðin þreytt og þá getið þið spurt hvort hann vilji hætta og leiðbeint honum á hætta reitinn, svo er glasið tekið upp og blásið í það (oft gott að spyrja “andann” hver á að blása í glasið).
En mundu fátt af því sem kemur fram er sannleikur t.d. “andinn” veit ekkert hversu mörg börn þú átt eftir að eiga eða hvenær þú deyrð þó svo hann gæti svarað þessum spurningum, og aldrei að lyfta glasinu eða taka það af borðinu.
Hvað ef það kemur vondur “andi”?
Það þori ég ekki alveg að fara með en mér skilst að það eigi að reyna að fá hann til að fara eða lyfta glasinu upp setja það strax yfir kerti og býða smá stund, fara síðan með glasið út og brjóta það en ég hef aldrei lent í þessu, einnig vil ég taka aftur fram að ég hef enga sérfræðiþekkingu á þessu sviði og veit í raun ekkert meira en hver annar, þetta sem ég skrifa hér er einungis byggt á minni reynslu og ef þú villt vita meira frá mér þá er e-mailið mitt eiturlyf_@hotmail.com
Góðar stundi