Ég var bara aðeins að pæla smá… ég fæ stundum (gerðist mjög oft) skrítna tilfinningu þegar ég er að gera eitthvað, þá finnst mér eins og ég hafi gert það nákvæmlega sama áður, eða ekki endilega gert þetta heldur kannski dreymt alveg nákvæmlega eins og það sem gerist en samt er þetta yfirleitt eitthvað rosalega ómerkilegt sem gerist, ekkert sem maður man yfirleitt eftir eða eitthvað. Ég var svona bara að pæla í því hvað þetta væri eða afhverju þetta gerist.

Einhvern tímann í skólanum voru einhverjir að tala um þetta og sögðu að þetta hefði líka komið fyrir sig.. kannski er þetta bara eitthvað rosalega ómerkilegt…?