Svo daginn eftir eða á aðfangadag þá var ég í sturtu. Var með læst og enginn þarna inni.. Svo alltí einu heirði ég hljóð eins og það væri verið ýta speigli sem var uppi á hillu á gólfið.. Sko ég man eftir því að ég var að nota hann rétt áður en ég lagði hann á hilluna.. Ég setti hann alveg tryggilega á hilluna þannig að hann gæti ekki dottið. Og ég setti líka litla körfu oná spegilinn…… En hvað með það þegar þetta gerðist sá ég að spegillinn datt ekkert á gólfið því karfan var á sínum stað þarna á hillluni en spegillinn var í rústi……
Svo er einhver sál inní húsinu mínu sem ég held að ég viti hver sé… Ég er ekki skyggn en kona sem býr við hliðiná mér sér hluti sem ekki margir aðrir sjá og hún segir að þetta gæti verið afi minn heitinn…..
En alltaf þegar ég er einn heima og er ekki inní eldhúsi. (Bara inní herberginu mínu) heiri ég alltaf eins og einhver sé að hreifa til í leirtauginu. Fyrst var ég að míga á mig af hræðslu en ég er farinn að venjast þessu…..
En getiði sagt mér hvað þetta gæti hafa verið þarna um jólin?? Þetta hefur vakið miklar vangaveltur hjá mér og ég get ekki hætt að hugsa um þetta…..
Ég leitaði hingað því ég veit að sumir hérna eru ansi fróðir um svona……..
——–