Það er eitt sem þú verður að vita áður en þú byrjar að andaglas er ekkert grín, það má ekki taka þessu af e-um léttleika heldur fullri alvöru og vera tilbúin með e-a áætlun ef e-ð fer úrskeiðis. Ég sjálf er nýbyrjuð að prófa þetta ásamt vinkonu minni en hún keypti svokallað quija borð í Mánasteini. Þá er ekki notað glas heldur e-rs konar þríhyrndur pökkur á þremur fótum (þið hafið örugglega séð svona í Charmed)… þannig að í rauninni er aldrei neinn andi í glasinu…
Áður en þið byrjið þá verðið þið að vera róleg, ekki fliss eða neitt svoleiðis, dragið andann djúpt þrisvar til að ná slökun og hreinsa ykkur, þegar þið finnið að þið eruð tilbúin þá getiði byrjað, alls ekki vera með nein fíflalæti!!! ef enginn andi kemur strax í glasið er gott að endurtaka öndunina og byrja aftur. svo er bara að muna að áður en þið hættið sama hvort það kemur andi í glasið eða ekki að segja farðu í friði þrisvar sinnum og amen og blása í glasið.
Ég mæli ekki með því að fólk sé að fikta við þetta án þess að hafa e-rn með sér sem hefur kunnáttu í þessum málum, maður veit aldrei fyrirfram hvort góður eða vondur andi kemur, hjá mér hafa bara komið góðir stríðnispúkar ef svo má að orði komast, og þeir eru örugglega að skemmta sér jafnvel og við yfir þessu, lofa okkur gull og grænum skógum og svo vitanlega rætist ekki neitt hehe. Það er alveg greinilegt að ef það kemur andi í glasið þá skýst það á milli staða áreynslulaust, ef e-r í hópnum er að hreyfa það er mikið erfiðara fyrir glasið að hreyfast, það svona rykkist áfram.
Hef heyrt alveg heilan helling af sögum af fólki sem hefur sturlast eða drepist eftir að hafa prófað andaglas, minnistæðasta sagan er e-rn vegin þannig að þrjár stelpur á sjöunda áratugnum voru í andaglasi og glasið sprakk og andinn komst út, rústaði öllu í húsinu, henti niður þungum bókahillum og svoleiðis, þegar lætin hættu fór ein stelpan heim til sín og hún átti litla systir í vöggu og hún var dáinn, andinn hafði drepið hana….
Vona bara að þið vitið hvað þið eruð að fara út í, þetta er ekkert grín nefnilega, viðkvæmt fólk getur auðveldlega sturlast…
vona að þetta komi að e-u gagni kv MíaM