Það er ákveðin heilastöð sem á að lama fólk meðan það sefur svo það hlaupi ekki út um allt og fari sér að voða en þegar þessi heilastöð er ekki alveg að virka, þá getur fólk gengið í svefni. Það hlýtur líka að vera eitthvað meira vegna þess að fólk getur komist um og séð hvert það er að fara án þess að vera alveg á staðnum.
Ég þekki til dæmis einn sem dreymdi að hann var að labba á einhverjum skrítnum gangi og lesa á skilti á hurðum og svo sá hann eina hurðina og las nafnið sitt en þá vaknaði hann og fattaði að hann stóð alls nakinn frammi á stigagangi í blokkinni sinni en sem betur fer hafði hann ekki læst sig úti.
Það eru líka til dæmi um að fólk hafi keyrt í svefni :)