Það eru keltnesk nöfn yfir hátíðirnar átta: Samhain, Yule, Imbolg, Ostara, Beltane, Litha, Lughnasadh og Mabon. Wicca er í raun og veru ekki gömul trú heldur endurreisn þess sem talið er hafa verið trú á fornsteinöld. Þess vegna er talað um “The Wiccan Revival” ef þú lest einhverjar greinar á netinu. En Wicca á sér upptök í Bretlandi. Gerald Gardner tók í rauninni saman heiðni sem ástunduð var þá og naut síaukinna vinsælda og blandaði við ceremonial athafnir launhelga. Úr þessu varð Wicca. Í rauninni veit enginn nákvæmlega hvernig Wicca er tilkomið en þetta er algengasta kenningin og langlíklegasta skýringin. Sumir vilja halda því fram að vinur Gardners, Aleister Crowley, stofnandi Argenteum Astrum og fyrrverandi stórmeistari Ordo Templi Orientis (sem Gardner var einnig meðlimur í) hafi hjálpað til við að mynda þessa hefð sem í dag kallast Wicca. Orðið Wicca kemur frá fornkeltneska orðinu Vice, sem þýðir “the wise one” eða hinn vitri. Er þá verið að vísa til þeirra sem áttu að vita lengra nefi sínu, eins og sagt er, þ.e. fjölkunnugir og/eða bjuggu yfir þekkingu til að lækna sjúka. Ég man ekki eftir fleiri orðum í Wicca sem eru að keltneskum uppruna.