árið 1996 keypti ég bókina Nostradamus & spádómarnir um Ísland.
Ég las hana þá og þá sérstaklega um kaflana um anti-kristana :-)
Túlkanir nokkura ljóða virtust út í hött þá en nú eru nú hjóma þær ekki svo vitlausar.

eins og t.d.
,,Maður blóðsins: Bandaríkin á hátindi máttar síns.
Samvinna Bandaríkjamanna og annars stórveldis

Dag einn verða tveir voldugir leiðtogar
vinir. Styrkur þeirra mun vaxa. Nýja landið
verður á hátindi máttar síns fyrir mann
blóðsins. Tala hans hefur verið tilkynnt.

Vn iour seront demis les deux grands maistres,
Leur grand pouuoir se verra augmenté:
La terre neuue sera en ses hauts estres,
Au sanguinaire le nombre racompté.
II:89''

og
,,Kosning and-Krists. Hann lifir fábrotnu lífi og beitir voldugar þjóðir ofríki

Lævís maður verður kosinn án þess
að láta nokkuð uppi. Hann leikur
dýrling og lifir fábrotnu lífi. Síðan
gerist hann skyndilega yfirgangssamur
og beitir öflugustu þjóðir gerræði.

Esleu sera Renard1 ne sonnant mot,2
Faisant le fait public viuant pain d'orge,3
Tyrannizer apres tant à vn cop,
Mettant à pied des plus grands sur la gorge.4
VIII:41 ''


Ég ætla rétt að vona að fleiri ljóð í sömu öld fari ekki að minna á atburði líðandi stundar því eins vel og þessi, því þá verður þetta ekki stutt stríð sem er að hefjast.

Bókina í heild sinni fann ég á slóðinni:
http://www.snerpa.is/net/nostri/nostri.htm