„hvað geri ég vitlaust?“
Þetta: „Ég fékk mér Tarot spil“
Nú er það ekki ætlun mín að setja út á spilaspádóma. Það kemur mér ósköp lítið við hverju aðrir trúa, á meðan þeir ætlast ekki til þess að ég hagi mér eftir þeirra trú.
Hins vegar minnir mig endilega að hafa margoft heyrt og lesið, að maður eigi að fá tarotspil gefins frá einhverjum sem hefur eitthvað vit á þessu og er búinn að dufla í þessu um all-langt skeið, eða í það minnsta fá ráðgjöf frá einhverjum reyndari.
Síðan skaltu taka tillit til þess að það eru aðeins tvær vikur síðan þú fékkst þér þetta. Það þarf ekki að vera að spilin séu að steypa eitthvað; það gæti allt eins verið að þú sért ekki búin/n að venjast þeim. Það sem ég mæli með að þú gerir er að þú trítlir útí næstu ritfangaverslun, kaupir þér sæmilega stóra skrifblokk, blýanta, yddara og strokleður. Síðan teiknar þú mynd af því sem kemur upp, ef þú leggur spilin eftir mynstri. Þá er um að gera að taka sérstaklega fram ef spil er á hvolfi.
Nú. Síðan skráiru við hliðina á þessu hvernig þú túlkar þennan spádóm (og segjum bara að þessi spádómur eigi að vera fyrir næstu tvær vikur). Í þessar tvær vikur skaltu halda dagbók. Síðan berðu saman það sem hefur gerst í þessar tvær vikur og svo það sem þú/spilin spáðir/spáðu að myndi gerast. Ef þetta er „way off“, þá ferðu í bókina um hvernig skuli túlka hvert og eitt spil og athugar hvort það séu ekki aðrar túlkanir. Á endanum ætti þér að takast að túlka þetta svo ásættanlegt sé. Nú, ef það tekst ekki - þá kannske ertu komin/n með ástæðu fyrir því að leggja þetta á hilluna og snúa þér að t.d. stjörnuspádómum í staðinn.<br><br>Hjartagosi tuttugustu og fyrstu aldarinnar.
All we need is just a little patience.