Mig dreymdi draum…
Hann var um næsta stríð, þ.e.a.s. innrás Bandaríkjamanna inn í Írak, ég þekki því miður ekki alveg nógu vel inn á nákvæmar málamiðlanir.

En í draumunum gerðust 2 rosalegir hlutir, í rauninni sami hluturinn. Tvær kjarnorkusprengjur springa.
Önnur þeirra sprakk inn í Írak, það skrítna var að Saddam var ekki ábyrgur fyrir þessu, heldur bandaríkjamenn.
Ég held að stuttu eftir að þeir ráðast inn í Írak mun kjarnorkuvopn springa og fjöldi grunlausra mun deyja, Bandaríkjamenn, sem og Írakar.
Bandaríkjamenn munu einfaldlega saka Saddam um þessa sprengju, “fikt” við tækni sem þeir ekki skilja varð þeim að falli.

Seinni sprengjan springur í Kóreu, og sprakk hún í miðri kóreu að ég held, ætluð til þess að drepa Bandaríkjamenn á svæðinu.

En að sjálfsögðu var þetta bara draumur, en hver veit? þetta gæti orðið að raunvöruleika.

Kv.
Sindri S.