Skyggn!
Hvað er að vera skyggn ?
Að vera skyggn er að sjá eitthvað sem “venjulegt” fólk sér ekki.
Ég veit um nokkur dæmi þar sem fólk sér eitthvað meira en aðrir og verður hreynlega skelfingu lostið.
hér er eitt dæmi og þessi saga er sönn, Það var strákur í framhaldsskóla einum á suðurlandi, hann var skyggn og sá stundum hina ótrúlegustu hluti. Einu sinni þegar þessi drengur var að fara á ákveðinn stað í skólanum (skólinn var orðinn talsvert gamall)
þá hreynlega stífnaði hann allur upp.
Þetta hafði talsverð áhrif á drenginn því hann gat ekki farið á þenna stað í skólanum aftur vegna þess sem hann sá.
Talað var síðar við drenginn og kom það í ljós að hann hafi séð þarna inni hvernig þessi staður var fyrir mörgum árum síðan, þarna var fólk inni og var að vinna, drengurinn hafði aldrei á æfi sinni séð myndir eða heyrt nokkurn skapaðan hlut frá þessum stað þannig að hann hafði ekki hugmynd um það hvernig þetta hafði verið fyrir mörgum árum síðan.
Drengurinn fór nú og talaði við kennara sem hafði búið á svæðinu alla sína æfi. Hann lýsti því sem hann sá fyrir kennaranum og kennarinn sagði honuym að þetta væri nákvæmlega einsog þetta hafði verið.

Hvað er það eiginlega sem lætur fólk hreinlega vita hvernig þetta var, efað þetta er sona hlýtur þá ekki að vera endurfæðing og maðurinn hefði hreinlega verið endurfæddur og hann hefði verið búinn að sjá þetta allt áður í “fyrra lífi” ?

Unix
Kveðja, Unix