Ég man það að ég var heima hjá mér þegar að ég var allt í einu farin að elta konu (ég var strákur í draumnum). Þetta var kona með stutt klippt hvítt hár og í hvítum kjól og mjög lagleg. Ég vissi það að hún hafði gert eitthvað hræðilegt af sér.
Ég elti hana inn í kirkjugarð. Það var niðadimmt en nóg til að ég sæi hana. Hún stansaði og byrjaði að tala við einhvern mann án þess að hún tók eftir mér. Eftir að maðurinn var farinn hélt hún áfram inn í kirkjugarðinn, svo stoppaði hún við leiði. Ég kom labbaði alveg að henni og ætlaði að taka hana fasta eða eitthvað þegar ég sá leiðið. Þetta var eins og holræsislok en bara úr steini og miklu vandaðara og það var stór mynd af erni á því.
Hún talaði eitthvað við mig og spurði mig hvort að ég vildi ekki lyfta lokinu. Ég sagði nei, enda vildi ég ekki vita vað var þarna ofan í. Þá sagði hún mér að hún myndi drepa einhvern úr fjölskyldunni ef ég hlýddi ekki.
Ég hikaði en fór að lokinu og lyfti því snökt upp og hörfaði strax aftur á bak. Hún ýtti við mér og sagði mér að líta ofan í. Ég fór aftur að lokinu og leit niður og sá ekki neitt, en eftir smá stund greindi ég handlegg þarna niðri og fætur á manni eins og honum hafi verið hrinnt þarna niður. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort hann væri á lífi eða ekki.
Þá þreif einhver snökt í peysuna mína og bjóst til að draga mig niður, það voru einhver öfl, ég reyndi að losa mig en ég varð einhvernveginn að halda mér svo ég dyttu ekki svo það var erfitt. En loksins losnaði ég með naumindum og stóð upp.
Konan skellti lokinu svo mér hrökkbrá.
Hún “sagði” (ég las þetta af svippnum hennar) að ég væri ekki sá sem hefði verið valinn, það væri einhver annar.
Svo var ég allt í einu staddur á krá…það var fullt af fólki í kringum mig og ég var að tala við fólkið sem var með mér á borði.
Ég kem auga á gamla konu á næsta borði, hún var mjög gömul en hress. …skyndilega fellur hún framm á borðið með kippi og reynir að ná andanum. Ég fékk sjokk og leit í kringum mig og rek augun í konuna sem ég hafði verið að elta og sé hana labba út. Ég ætla að standa upp en eitthvað fær mig til að lýta á klukkuna á veggnum.
Hún gengur með rikkjum aftur á bak.
Ég stari á konuna sem er að ná andanum þangað til hún deyr snögglega. Um leið stöðvast klukkan.
Mér léttir að þetta sé búið en ég fæ allt í einu þvílíkan kvíða verk í magann og lýt á klukkuna, hún var aftur farin að ganga aftur á bak með rikkjum. Einhvern veginn vissi ég það að ég yrði næstur svo ég ætla að hlaupa út en um leið og ég stend upp dett ég og finn að ég er alveg að kafna. þá vaknaði ég.<br><br><b>“Most of my money I spent on beer and women, the rest I just wasted.”</b>
<a href=“mailto:666hell@visir.is”>666hell@visir.is</a>
<i>“Sumir vangaveltumenn halda að hinn skyggni maður sjái hvaðeina. Ef hann uppfyllir svo ekki það sem af honum er vænst, dæma hinir óupplýstu hann óhæfan.”</i>-Gerard Croiset
Vatn er gott