Jæja Góða kvöldið ég var að lesa hérna skoðanakönnun um hvað maður myndi gera ef maður gæti stjórnað draumum sínum og þá f´pr ég og leitaði að hæfilegu svar en nei þeir voru ekki með svar mitt.
Mín spurning er: Er óeðlilegt að geta stjórnað draumum sínum og að geta dreymt í lit, ef svo er þá er ég óeðlilegur
Takk takk fyrir að lesa<br><br>“sumir eru bara einfaldlega heimskir en geta þó sætt sig við það og lifað lífinu”
Á ekki að vera hægt að stjórna draumum með því að bara hugsa nógu mikið og einbeita sér að einhverjum hlut sem maður vill dreyma ? Annars finnst mér ekkert óeðlilegt að dreyma í lit, allavega man ég allt í lit þegar ég vakna :)
Sama hér, mig dreymir eiginlega alltaf í lit, ég veit ekki hvernig það yrði annars. Ég man oft eftir því hvernig himininn var á litinn þegar ég vakna, það er oft geðveikt flott, fjólublár með svona bleiku misti eða grænn með svörtum og dökkbláum “norðurljósum”. <br><br>“Megi heimurinn verða eins og þú vilt sjá hann” Mahatma Gandhi (1869-1948)
Nýlegar rannsóknir sýna að langflesta dreymir í lit, en fyrri rannsóknir voru framkvæmdar á þeim tíma er kvikmyndir og sjónvarp voru í svarthvítu, og er líklegast að litir/litleysi drauma tengist einmitt því. Í rannsóknum frá því fyrir tíma kvikmynda og sjónvarps dreymdi nánast alla í lit. Af þessu má draga þá ályktun að nú til dags dreymi alla í lit, og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Sumir draumar eru þó alltaf meira litríkir en aðrir, en það stafar líklega af því að maður man betur eftir þeim þegar maður vaknar.
á maður ekki alltaf að dreyma í lit? En draumastjórnun er mjög algeng og er mælt með því að skrá niður alla drauma sína í draumadagbók og síðan seinna meir ætti maður að geta stjórnað draumum sínum.
Það er náttlega ekki óeðlilegt að geta nokkurnvegin stjórnað þeim, því ef þú hugsar mikið um hluti/vandamál/persónur þá er mjög líklegt að þig dreymi um það/þá. En hinsvegar þá hefur maður heyrt um svona …aahh…hvað kallast það? Fyrirboðar? Þannig að þig dreymir eitthvað og svo gerist það stuttu seinna, eða með lengra tímabili. Þannig að ég myndi nú ekki vilja stjórna mínum draumum. Frekar þá að dreyma eitthvað og sjá hvort það rætist úr því. Eins og sumir sem ég þekki eru frekar berdreymnir. En það að dreyma í lit held ég að sé nú bara mest algengast. Mig hefur ekki dreymt svart/hvítan draum :) Allavega ekki sem ég man eftir. Annars áttu að getað munað eftir draumum með því að einbeita þér og fókusera, og segja við sjálfan þig að þú ætlir að muna eftir draumnum áður en þú fellur í svef. og endurtaka það mörgum sinnum. Og þá er bent á það að hafa bók og penna nálægt þér til að getað skrifað hvað þig dreymdi og hvort það sé vit í draumnum. Annars hef ég ekki prufað það og veit ekki hvort þetta virki. Er bara búin að lesa um það :)
En ef þú ert búinn að vera að hugsa mikið um eitthvað ákveðið og dreymir um það, þá er ekkert að marka það. Oftast ekki heldur ef þig dreymir sama eða svipaðan draum nótt eftir nótt. Annað mál væri kannski með víðara milli bili.
'eg man flest oftast í svona 95% tilvikum eftir draumnum er gleymi honum eftir þrjá daga án þess að þurfa aðsegja “égætla að muna eftir draumnum, nema draumurinn snerti mig mikið. kannski er það að ég einbeiti mér mjög mikið í draumunum mínum að því sem er að gerast í honum.
Fyrirboðar
'Eg hef fengið mjög oft fyrirboða og man eftir mínum fyrsta og hefur atlltaf fundist það skrítið að dreyma í framtíðina með 2 daga - 3 ára fyrirvara
já og með að hugsa mikið um hluti þá man ég eftir að slysið með geimskutluna columbiu þá fékk ég martröð um það þó að ég flokki bara martraðir sem venjulega drauma núna<br><br>”sumir eru bara einfaldlega heimskir en geta þó sætt sig við það og lifað lífinu"
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..