Mig dreymdi í nótt. Ég var búinn að gleyma hvað það er gaman. Mig hafði ekki dreymt í mörg ÁR. (and don't give me that “we dream every night, just don't remember” stuff, you know what I mean)
Ég var í Reykjavík, á stóru túni nálægt krossgötum. Ég þurfti að komast yfir túnið. Af einhverjum orsökum vildi ég bara hlaupa horn í horn en ekki taka á mig krók til að þurfa ekki að labba yfir það. Ástæðan fyrir því að ég hefði kannski átt að taka á mig krók var sú að á túninu voru einhverjir gaurar að sýna þeim sem áttu leið hjá einhverja slöngu sem var ekki af minnstu gerð (en sammt enginn risi heldur), svo voru einhverjir paramedics á ‘standby’ rétt hjá. Ég hugsa með mér að ég geti ekki vaðið beint yfir grasið því að slangan gæti ráðist á mig, þau standa á miðju túninu. Allt í einu ræðst slangan á þennann litla hóp fólks sem stendur í lítilli þvögu hjá sem var að horfa á. Það hlaupa allir til vinstri og ég sé tækifæri til að spretta af stað. Þegar ég er rétt ókominn hálfa leið tekst gaurnum sem var að sýna slönguna að róa hana og hún fer aftur að miðju túnsins. Þá rennur upp fyrir mér að slangan gæti fundið lyktina af mér á grasinu og farið að elta mig. Þetta gerir hún líka. Ég hleyp á fullu með vitlausa slöngu á hælunum og þegar ég er kominn á gangstéttina hinum megin stekkur slangan upp og bítur mig í hálsinn.
Ég myndi ekki flokka þetta sem martröð því að ég var ekkert hræddur um að deyja og hafði ekki áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut, jafnvel ekki þegar ég far með slönguna í hálsinum. Rétt áður en ég datt á stéttina fann ég á mér að mér væri bara að dreyma og þá vaknaði ég.
:)<BR