Þegar ég var að svara spurningunni um það hvort ég hefði nokkurn tímann farið í andaglas þá kom það mér á óvart hversu fáir virðast hafa farið í andaglas.
Ég fór þá að hugsa um þann hræðsluáróður sem hefur verið gegn andaglasi.
Hver hefur ekki heyrt margoft þá lapþunnu kjaftasögu um stelpuna sem fór í andaglas og varð geðveik og er búin að vera inni á geðdeild síðan þá !
Ég er hins vegar viss um að andaglas er eins og flest annað.
Ef að þú ferð út að keyra bílinn þinn fullur með vinum þínum og ætlar að vera einhver sprellikarl, þá endar það með ósköpum.
Alveg eins ef þú ferð í andaglas með röngu hugarfari og óundirbúinn fyrir það sem þú ert að fara út í. Tala nú ekki um ef þú ert í glasi og þar með ekki í jafnvægi. Þá færð þú bara anda í glasið sem er sjálfur ekki í jafnvægi.
Það er nefnilega staðreynd að “líkur sækir líkan heim” í þessum heimi sem andaheiminum.
Hvað finnst ykkur ? Er óþarfur hræðsluáróður í gangi gegn andaglasi ?
Er ekki bara þörf á almennri fræðslu um andaglas.
Er andaglas hættulegt ?