Kæru dulspekingar.
Ég ætla að játa það strax fyrir ykkur að ég veit svo mikið sem ekkert um dulspeki. En ég er rosalega forvitin um allt sem er yfirnáttúrulegt og dularfullt! Ég hef lesið eitthvað smá um sálarflakk (ég hef meira að segja reynt það en því miður gekk mér ekkert allt of vel). En er einhver sem hefur gert þetta og það heppnast? Mig langar rosalega að læra (um) dulspeki og galdra. Nokkrir sem ég þekki eru að læra galdra og galdrabókmenntir, þau eru að læra um galdrarúnir og ýmislegt.
Mig langaði svona að spyrja ykkur kæru dulspekingar: Er erfitt að læra þessa list? Hvernig og hvar á maður að byrja?
Er allt sem heitir dulspeki eitthvað yfirnáttúrulegt?
Það að komast í snertingu við eitthvað sem er ekki tengt okkar venjulega rútínubundna heimi er eitthvað sem ég myndi gefa mikið fyrir að hafa. Hver vill vera bundinn niður í heim sem inniheldur ekkert yfirnáttúrulegt þar sem allir eru eins og vélmenni? Ekki ég. Ef við trúum ekki á neitt annað en vísindin þá er þetta líf frekar vonlaust. Er ekki svo.
Kv.
Animal