Í fyrsta lagi spyrðu: “Er erfitt að læra þessa list?”
Því er rosalega erfitt að svara. Það er rosalega mis erfitt fyrir fólk að læra, alveg eins og í skólum. Sumir hafa líka hæfileika og þurfa ekkert að hafa fyrir því að læra þetta.. kunna það bara frá byrjun.
Það er ágætt að vera forvitin og kynna sér hlutina.. en farðu bara varlega og ekki fikta með neitt sem þú ert ekki viss um eða hefur hugsanlega ekki stjórn á.
Það hafa margir brennt sig á því.
Ég legg til að þú fáir þessa sem þú þekkir og eru að læra galdra og galdrabókmenntir, til að kenna þér e-ð. Því þótt rosalega margir læri bara af sjálfum sér í svona efnum, er MARGFALT betra að læra af þeim sem kunna þetta fyrir.
Í öðru lagi sagðiru: “Það að komast í snertingu við eitthvað sem er ekki tengt okkar venjulega rútínubundna heimi er eitthvað sem ég myndi gefa mikið fyrir að hafa.”
Þú skalt passa hvers þú óskar þér. Þetta er enginn dans á rósum að hafa yfirnáttúrulega hæfileika. Þetta er gífurleg byrði stundum… og allir sem hafa þessa hæfileika hafa einhvertíman á æfinni óskað þeim burt.
Ég sjálf hef lennt í óhugnalegum og ógeðfelldum atburðum í tengslum við skyggni mína og jafnvel þótt það fylgi þessu margt fallegt og gott.. er dimma hliðin alltaf til staðar og hún er jafn óhuggnaleg og hitt er fallegt.
Ég verð að viðurkenna að ég vildi ekki vera án hæfileikanna…. en þeir geta verið þungir að bera stundum.. og alls ekki allir sem þola að hafa svona hæfileika. Sumir orðið hreinlega geðveikir.. aðrir reynt að láta loka á þetta.. með misjöfnum árangri.
Miðill sem ég veit um, sagði mér að þegar hún var unglingur, óskaði hún sér að losna við þetta.. svo hún gæti orðið “eðlileg”
Hún reyndi að láta loka á þetta.. en það tókst ekki. Hún sagði líka við mig að ég gæti reynt að láta loka á þetta.. en það mundi ekki heldur takast. Það var ástæða fyrir því að við fengum þessa gjöf og verðum að taka henni eins og öllu öðru í fari okkar.
Þessvegna held ég að það sé líka ástæða fyrir því að þú og svo ótal margir aðrir hafi ekki fengið þennan hæfileika… gæti einfaldlega verið að sumir myndu ekki höndla það.
Ég er ekki að segja að þú myndir ekki höndla það.. enda þekki ég þig ekkert.. en passaðu bara hvers þú óskar þér…
Það gæti ræst.