Ég hef aðeins heyrt eina almennilega sögu um svona andaglas.
Það var þannig að einn bekkur úr menntaskóla fór í skálaferð og komst kennarinn að því að einn nemandinn væri djöfladýrkandi. Þessi djöfladýrkandi vildi að bekkurinn færi í andaglas þar sem hún hafði lesið allt sem hægt var að lesa um það efni en alderi prófað sjálf. Hún kenndi hópnum sem samþykkti að fara í andaglas mest allt sem þau þurftu að vita, svo sem að ef það kæmi andi í glasið þá mættu þau alls ekki hætta nema andinn færi, sama hvað gerðist. Hún teiknaði síðan svona andaglasa borð einskonar og síðan byrjuðu þau. Þó að djöfladýrkandinn vildi prófa andaglas þá þorði hún ekki einu sinni að vera í sama herbergi heldur fór inn í eldhús. Eftir smá stund kom andi í glasið og spurði um eina stelpuna. Síðan gaf hann henni eftirfarandi skilaboð: RIP. Stelpan fékk náttúrulega alvarlegt áfall en þau máttu bara ekki hætta og þau máttu heldur ekki segja andanum að fara. Kennarinn fór síðan af og til og spurði djöfladýrkandann hvað ætti að gera. Henni leið náttúrulega hræðilega yfir þessu en eftir nokkurn tíma fór andinn að lokum. Þetta getur sem sagt verið stórhættulegt.<br><br><font color=“#FF0000”><b>Est Sularus oth Mithas - My honor is my life</b></font