Ef þið botnið eitthvað í þessum asnalega draum endilega segið mér hvað hann þýðir því að ég er ekki alveg að skilja hann…
Mig dreymdi að húsið mitt væri úr gleri og var statt á einhverskonar sillu. Aðeins helmingurinn af húsinu var á sillunni, hinn stóð út af sillunni. Fyrir neðan húsið var mói og fullt af steinum. Og stór brúnn björn. Og þá allt í einu var ég komin niður þar sem bangsinn var. Ég faldi mig fyrir honum bakvið stein og hann stóð yfir mér en sá mig ekki. Ég gat skilið allt sem hann sagði og hugsaði, sem er svoltið fáranlegt ég veit, en hann sagðist vera með hausverk og tók utan um hausinn á sér. Þá greip ég tækifærið og klifraði upp í húsið mitt. Bangsinn elti mig og byrjaði að hrista húsið þegar ég var komin inn. Þá kom fullt af einhverjum strákum og réðust á bangsann. Þeir voru allir að slást og ég var að öskra á þessa stráka að vera ekki vondir við bangsann því hann væri með hausverk… Já og þá vaknaði ég!!!
Ég veit það fullvel að einhver hér á eftir að halda að ég sé eitthvað stórskrýtin, og ég er það reyndar en þennan draum skil ég bara ekki. Ég held að allir draumar þýði eitthvað, þannig að ef þið hafið einhverja hugmynd um hvað hann gæti þýtt, skrifið það þá endilega… :)