Það gerðist svolítið í morgunn sem mig langar að segja frá. Veit ekki hvort það er merkilegt eða ekki og þess vegna segi ég frá því.
Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum, að vísu fyrir langa löngu, að ég ég heyrði raddir kalla á mig jafn skýrt og þegar einhver talaði við mig. Málið var hins vegar að þegar ég svaraði heyrðist ekkert. Þetta gerðist nokkrum sinnum og var að mestu leyti hætt. Samt í morgunn, rétt eftir að pabbi rak mig á lappir fyrir skólann, þá heyrði ég einhverja rödd kalla á mig bara rétt eftir að pabbi fór úr herberginu. Ég heyrði röddina mjög skýrt en það var eins og röddin væri ekki inni í herberginu. Ég get svarið það að þetta var ekki pabbi né neinn annar úr fjölskyldunni.
Hefur einhver hugmynd um hvað þetta gæti verið eða hvernig er hægt að komast að því? Og hefur einhver annar lent í svipuðu?<br><br><font color=“#FF0000”><b>Est Sularus oth Mithas - My honor is my life</b></font