Það var víst vitlaust hjá mér að Seraphim væru sendiboðar Guðs og því vil ég biðjast afsökunar á því. Lesið http://www.hugi.is/dulspeki/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=878667&iBoardID=466 ef þið vitið ekki hvað ég er að tala um. Sú staðreynd sem ég notaði mér til aðstoðar var sú að Gabriel væri Seraphim. Það er reyndar rétt en hann er einnig einn af erkienglunum og þeir eru sendiboðar Guðs en ekki Seraphim.
Allavega þá vil ég segja aðeins frá erkienglunum. Þeir eru áttundu í reglu englanna. Smkvæmt Biblíunni eru þeir sendiboðarnir. Oft er talað um Michael sem eina erkiengilinn en samkvæmt Biblíunni eru þeir 3 og stundum er þeim fjórða bætt inn í. Þessir þrí eru Michael sem er þeirra æðstur, Gabriel sem færði Maríu mey boðin um að hún mundi eignast Jesú, Raphael sem er einnig leiðtogi Cherubim, og svo sá fjórði sem er bættur inn hann Uriel. Samkvæmt bókinni I Enoch var honum skipt fyrir Phanuel og settur í stöðu sem einn af ‘vökturunum,’ ‘engillinn yfir heiminum og Tartarusi,’ og í þeirri bók lýsir hann einnig örlögum hina föllnu engla. Í hinni glötuðu ‘Prayer of Joseph’ er Uriel engillinn sem Jacob glímdi við, í áttundu stöðu frá Guði, Jacob er í þeirri fyrstu. Uriel er sagður vera einn af fjórum vörðum hásætis Guðs. Í Aggadah sést Michael sem verndari Ísraels. Eins og áður var sagt er Raphael leiðtogi Cherubim og ég ætla að lýsa þeim sérstaklega síðar.
Upplýsingar af slóðinni http://www.pantheon.org/areas/all/articles.html
Kv. lundi86
<br><br><font color=“#FF0000”><b>Est Sularus oth Mithas - My honor is my life</b></font