Þetta eru svolítið merkilegar upplýsingar um Lucifer sem ég vil birta hér. Ég er ekki viss hvort þetta eigi heima hér en það er bara enginn betri staður á huga.

Það er víst þannig að Lucifer (aka Satan) hafi verið Seraphim. Þeir sem ekki vita hvað það eru þá er þeim lýst sem hávöxnum englum með sex vængi og fjögur höfuð, eitt fyrir hverja höfuðátt. Eitt par af vængjunum er ætlað til að fljúga, eitt par til að hylja augun og eitt til að hylja fæturna því ekki einu sinni þeir máttu horfa beint á Guð. Þetta með fæturnar er ég ekki alveg viss með. Seraphim voru líklega sendiboðar Guðs því Gabriel sem færði Maríu mey boðin um að hún mundi eignast Jesús var Seraphim. Þeir sem hafa séð Dogma vita líklegast að Metatron er Seraphim. Þetta ætti að lýsa útliti Lucifers ágætlega held ég. Sú saga að Lucifer drottni yfir helvíti er tómur uppspuni teiknimynda og kvikmynda. Lucifer hefur reyndar aldrei verið í helvíti heldur ráfað um jörðina í leit að lífum til að eyðileggja og halda fjarri Guði. Þegar Guð spurði hann hann hvar hann hafði verið svaraði hann að hann hafði ráfað um jörðina og farið þar fram og til baka. Lucifer er ekki eða hefur verið í helvíti. Samt sem áður er sagt í miðaldar-kristni að Lucifer hafi verið varpað í helvíti eftir uppreisnina hans. Gyðinga-kristni segir að Lucifer verði hent í brennandi súlfur þegar stríðinu milli hans og Guðs er lokið ásamt öllum skrímslum, fölskum spámönnum og öllum andstæðingum Guðs. Náttúrulega ef Guð vinnur.

allar þessar upplýsingar er að finna á þessari slóð: http://www.pantheon.org/areas/all/articles.html

Þarn a er einnig ýmislegt um helstu mythologies í heimi. Hver veit nema ég skrifi eitthvað um hina englanna?

Kv. lundi86