Mig er alltaf að dreyma nýfædd börn…sko fyrst á einhver barnið sem ég þekki og svo er barnið komið í mínar hendur og Það líkist kærastanum mínum. Ég hef heyrt að það boði ekki gott að dreyma barn..er það rétt? Í nótt dreymdi mig að einn kennarinn minn væri nýbúin að fæða barn, en svo allt í einu kemur mamma mín með nýfædda barnið heim frá dagmömmu. Barnið líkist kærasta mínum, það liggur á skiptiborði (eins og í öðrum draumi, en þar var ég að skipta á stúlkubarni, en nú var þetta strákur). Barnið nýfædda stríðir mér með því að láta sig velta nokkrum sinnum útaf skiptiborðinu og á gólfið. Svo hef ég samviskubit yfir að láta mömmu alltaf hugsa um barnið og ég alltaf að sinna skólanum. SKRÝTIÐ!!!!!