Það er nefnilega eitt og annað sem ég hef verið að velta fyrir mér varðandi þær/þá (héðan í frá þær). Er ekki hættulegt að negla svona niður, að því er virðist í eitt skipti fyrir öll, hvað hvert og eitt spil merkir? Mér hefur skilist að merking spila sé örlítið breytileg eftir hverjum og einum spilaspámanni, alveg eins og merking geltandi hunds í draumi er breytileg eftir því hvern dreymir hundinn (einhver sem kom að föður sínum hálsbrotnum eftir hátt fall og geltandi hund nálægt tengir eitthvað annað við geltandi hund heldur en sá sem sem var bjargað af geltandi hundum, og svo framvegis).
Merking spilanna er, eftir því sem mér hefur skilist, örlítið breytileg eftir hverjum og einum, eins og þegar sagði. Þetta á víst sérstaklega við mannspilin (hvort sem er í venjulegum stokk eða Tarotstokk), en þau tákna víst gjarna einhverja tiltekna manneskju. En þetta er auðvitað aðeins það sem mér hefur skilist - kannske hef ég alrangt fyrir mér.
En ég er nú aðallega að skrifa þetta til að hvetja fólk til aðeins meiri umræðu um spilin, eftir því sem við á. Að það segi aðeins frá eigin reynslu af einhverju tilteknu spili, ef einhver er.<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.