Var að lesa litla þykka bók um lestur í bolla. Það er kona að
nafni Sophia sem lærði frá 3ja ára aldri, af afa sínum og
ömmu, að lesa í bolla. Afi hennar átti fullt af sígaunavinum.
Amma hennar og afi vildu ekki láta þennan hæfileika deyja út í
familíunni, heldur átti Sophia að kenna sínum börnum þetta
líka. Hún segir okkur að æfa okkur fyrst í að lesa í skýin og
reyna að sjá sem flestar myndir úr þeim, svo þarf maður að
tæma hugann algjörlega og hugsa um einhverjar spurnungar
sem hvíla á manni áður en maður talar við kúnnann. Það voru
alls konar þulur sem hún skrifaði niður ofl. Ekki tek ég þetta
bókstaflega, bara undrandi yfir því hvað þetta var tekið
rosalega trúarlegt hjá þeim. Það er talað um að það skipti
engu hvaða tegund kaffið er, að maður eigi að leyfa kaffinu að
vera smástund áður en maður drekkur það svo kaffikorgurinn
setjist á botninn…svo má líka bæta meiri korgi við svo
myndirnar verði skýrari og dekkri. Ég hef aldrei ímyndað mér
að það væri svona mikil sálfræði á bakvið þetta, hélt bara að
maður væri fæddur í að lesa þetta og svo búið. En afi hennar
hafði mestu hæfileikana í þessu og lifði fyrir þetta, amma
hennar var líka mjög hæfileikarík og þetta erfði Sophia. Ég var
á bókasafnini áðan og tók bara einhverja bók og þessi varð
fyrir valinu, settist í sófa þar og dottaði nokkrum sinnum áður
en ég fór á fyrirlestur í skólanum ;)