Komið þið sæl.
Þegar ég var yngri dreymdi mig sama drauminn nokkrum sinnum á svo litlum tíma, en hann var alltaf í misjöfnum útfærslu. Draumurinn byrjaði á því að ég labba niður tröppur og geng inn í herbergi sem er allt klætt með timbri. Timbur veggir, parket og panel loft. Það voru Dýrs höfuð hengd upp á vegginn og það var eins og þetta væri herbergi veiðimanns. Á miðju gólfinu var ruggustóll sem stóð á teppi sem ég man ekki hvernig leit út og fyrir fram hann var eld gamalt sjónvarp. Ég ver ekkert hræddur í draumnum en það fór svona viss fiðringur um mig, mér fannst í raun eins og ég væri ekki sofandi og þess vegna man ég svo vel eftir þessu.
Ég fór nokkrum sinnum í þetta herbergi og alltaf endaði sú ferð eins. Ég gekk að vegg sem var beint á móti mér og opnaði litla hurð sem ég fór inn í og lokaði á eftir mér, þegar ég lokaði varð allt svart og ég frekar hræddur og vaknaði yfirleitt skyndilega.
Í síðasta draumnum mínum var kveikt á sjónvarpinu. Það var einhver eldgömul hryllingsmynd í því og ég flýtti mér inn í þessa hurð til að vakna..
Svo er annar draumur sem mig dreymdi þegar ég var 12 – 13 ára. Ég tek það fram að ég var ekki víðlesinn á þeim tíma. Mig dreymdi ég vara á stórum akri og ég vissi að ég var í Englandi því að það var allt fullt af lögreglumönnum í svona gömlum búningum með kúlu lögregluhatta. Eftir smá tíma fattaði ég að þeir væru að leita að mér og reyndi að kalla á þá en þeir virtust ekki sjá mig og bara löbbuðu fram hjá mér. Þegar ég vaknaði (gisti há systir minni) Sagði systir mína að ég hafi eitthvað verið að kalla á hjálp og tala um Hemingway um nóttina.
Er einhver þarna sem hefur einhver svör fyrir mig? Kannski er þetta bara bull en ef það er það ekki væri gaman að skoða þetta betur.
Ég hef séð 2 manneskjur koma til mín þegar ég sef þannig að sennilegast er hægt að ganga útfrá því að ég sé næmur en ég er að læra að nota það.
En endilega, komið með einhver comment eða svör..
Kv,
DDiGGleR