Ég ákvað að velja þennan galdur því allir geta notað hann. Það kemur sá tími hjá öllum í lífinu að þeir eiga erfitt og þá má t.d. nota þennan galdur til að lyfta sér upp ef allt annað þrýtur.

Ég vil taka það fram að áður en þið fremjið þennan galdur verðið þið að opna hring/helga ykkur vé. Það eru til margar mismunandi aðferðir til að gera það og ég fer í gegnum það einhvern tíma seinna. Það er efni í eina eða fleiri grein. Anyways, hérna kemur þetta:


Þú verður að setja altarið upp á ákveðinn hátt:
____________________________________________
| |
|Altariskerti Stytta Altariskerti |
| (nr.1) (nr.2) |
| Reykelsi |
| |
| |
| Gyllt kerti |
| Rautt kerti Rautt kerti |
| (nr.1) XXX (nr.2) |
| Astralkerti |
| |
| Appelsínugult kerti |
| |
| |
———————————————

XXX Astralkerti= Þú sjálf(ur) eða sá sem galdurinn á við ef þú ætlar að hjálpa einhverjum öðrum en þér.

1. Kveiktu á altariskertum 1 og 2.

2. Kveiktu á reykelsinu.

3. Kveiktu á astralkertinu og hugsaðu um þann sem galdurinn á við. Segðu: “Hér er XXX. Andi hans er jafn stöðugur og logi þessa kertis. Hann/hún á hamingju skilið.”

4. Kveiktu á gyllta kertinu og appelsínugula kertinu. Segðu: “Hamingja laðast að XXX eins og mölflugur að kerti eins og þessu. Aðdráttaraflið er svo sterkt að það er engin leið að standast hana. Hún laðar og togar X að sér…”

5. Kveiktu á rauðu kertunum tveimur og ímyndaðu þér alla þá hamingju sem XXX óskar og á skilið. Segðu: “Hérna er heppnin og hamingjan sem XXX á skilið. Hann/hún hefur sannlega unnið fyrir hennar og hann/hún á hana inni. Hún dregst að honum/henni og breytir lífi hans/hennar til batnaðar. Hún er hans/hennar.”

6.Hugsaðu þér alla hamingjuna flæða inn í XXX. Segðu:

(ég meikaði ekki að þýða þetta þannig að það rímaði svo þetta kemur hér á ensku)

“A star dawns beauteous in my gloomy night,
A star that sheds sweet comfort with it's light,
Promising me new life and joy,,-
Oh, do not lie!

Like as the ocean to the moon swells free,
So mounts my soul, daring and glad to thee,
To thee, and to thy light of joy,-
Oh, do not lie!”

7. Hugsaðu þér svo í nokkrar mínútur hamingjuna aukast. Segðu svo aftur það sama og í nr. 6. Ímyndaðu þér svo lengur í nokkrar mínútur í viðbót og segðu þetta svo aftur. Einbeittu þér vel að þessu.

8. Sittu svo og hugleiddu í nokkrar mínútur áður en þú slekkur á kertunum.

9. Endurtaktu athöfnina næstu nætur og færðu alltaf rauðu kertin nær og nær astralkertinu þar til á endanum þau eru alveg upp við það.



Jæja, svo þið sjáið að þetta er alls ekki svo flókið. Svo má líka ákalla guði sem eiga við tilganginn til að auka mátt ritualsins. Það má alltaf bæta við ritúölin eða breyta og bæta. Ég vil helst alltaf gera mín eigin og nota þá frekar önnur svona til að styðjast við þegar ég bý þau til. Stundum er ég í “less is more” fíling og stundum finnst mér gaman að hlaða dáldið ofan á þetta. Þið verðið bara að finna það hjá sjálfum ykkur hvað hentar ykkur best.

Það má líka gera þetta ritual með sálmi nr. 11 ef þið viljið það heldur. To each his own! :)

Kveðja,
Divaa

P.S. Þetta ritual er líka þýtt upp úr sömu bók og hitt sem ég hef skrifað um kertagaldra.