Tafla 2 – Merking litanna

Hvítur: Hreinleiki, sannleikur, einlægni.
Rauður: Styrkur, heilsa, hreysti, kynferðisleg ást.
Ljósblár: Kyrrð/ró, skilningur, þolinmæði, heilsa.
Dökkblár: Fljótfærni, þunglyndi, breytileiki.
Grænn: Fjármál, frjósemi, heppni.
Gylltur/gulur: Aðdráttarafl, sannfæring, fortölur, sjarmi, sjálfstraust.
Brúnn: Hik, óvissa, hlutleysi.
Bleikur: Heiður, ást, siðferði.
Svartur: Illska, missir, sundurþykkni, ringulreið. Sumir vilja meina að svartur sé verndandi fyrir neikvæðri orku og er ég á þeirri línu.
Fjólublár: Spenningur, metnaður, viðskiptaárangur, máttur.
Silfur/grár: Ógilding, hlutleysi, leikleysi.
Appelsínugulur: Hvatning, aðlögunarhæfni, uppörvun, aðdráttarafl.
Gulgrænn: Veikindi, hugleysi, reiði, öfund, sundurþykkni.

Þessir litir eru valdir miðað við tilgang galdursins sem þú ætlar að framkvæma. Til dæmis ef þú ætlaðir að draga til þín peninga þá myndir þú velja grænan lit og rauðan eða bleikan fyrir ást.

Tafla 3 – Dagar vikunnar

Sunnudagur - Gulur
Mánudagur - Hvítur
Þriðjudagur - Rauður
Miðvikudagur - Fjólublár
Fimmtudagur - Blár
Föstudagur - Grænn
Laugardagur - Svartur

Þessa liti myndir þú velja miðað við hvaða dag vikunnar þú ætlar að gera galdurinn. Þegar þú notar tilbúna galdra er yfirleitt tekið fram hvaða dag er heppilegast að gera galdurinn skipti það máli. Annars er vanalega farið eftir því hvaða merkingu og áhrif hver dagur hefur, samsetningu og áhrif stjarnanna eða í hvaða stöðu tunglið er, hvort það er fullt, nýtt, vaxandi eða minnkandi. Ég myndi telja að áhrif tunglsins skiptu mestu máli, en auðvitað hefur fólk misjafnar skoðanir í þessu eins og öllu öðru. Þar sem ég er Wiccatrúar skiptir tunglið mig miklu máli en eflaust eru sumir sem eru t.d. kristnir á öðru máli. Ég fullyrði ekki að eitthvað eitt sé alrétt og fólk verður bara að finna það hjá sjálfu sér hvað því finnst eiga við þegar það setur saman sinn eigin galdur frá grunni.

Nú þætti mér gaman að fá að vita hvers konar galdur fólk hefur áhuga á að ég myndi sýna ykkur hérna. Ég er með ótal tegundir og erfitt að velja úr. Þar að auki er ég með tvær útgáfur af hverju rituali, eitt fyrir kristið fólk og annað fyrir heiðið. Þar sem ég er Wicca þá nota ég frekar heiðnu útgáfuna, en ég geri ráð fyrir því að meirihlutinn hérna sé kristinn. En þið verðið bara að ráða þessu og segja mér hvað ykkur finnst. Dæmi um galdra eru t.d. til að öðlast velgengni, til að stöðva slúður, til að komast að sannleika í máli, til að vernda sig gegn illu, til að hreinsa sig, til að efla kraft þinn o.s.frv. Ég mun ekki sýna ykkur neina athöfn sem stríðir gegn minni eigin samvisku og getur á einhvern hátt verið skaðsöm öðrum. Ég mun til dæmis ekki sýna ykkur ástargaldur, þar sem þar er verið að ráðskast með vilja annarra og því er ég alfarið á móti. Vilji fólk finna dæmi um slíka galdra má finna ótal þeirra á netinu. Annars er ég opin fyrir flest öllu og þið verðið bara að segja til.

Kveðja,
Divaa