Jæja, hérna kemur svo restin af þessu!!!

Föt:
Kuflar eru ekki nauðsynlegir. Fólk má alveg ráða hvort það er klætt venjulegum fötum, kuflum eða er einfaldlega nakið.

Altarisstytta:
Slík stytta eða merki er alls ekki nauðsynleg en ef fólk vill hafa hana með ætti að staðsetja hana aftast á altarið í miðjunni og með reykelsið beint fyrir framan.

Kertin:
Kertin mega vera af hvaða gerð sem er. Það er liturinn sem skiptir máli. Mikilvægt er að bera á þau olíu áður en þau eru notuð og helst af norninni sjálfri. Til eru margs kyns mismunandi olíur á markaðinum. Ef olían er lituð ætti aðeins að nota hana á kerti í sama lit. En auðvitað er mikið ódýrara að kaupa litlausar olíur og lang hagstæðast og sniðugast. Þá geturðu notað þær á öll kertin þín. Ef þú getur ekki fundið kertaolíu er í lagi að nota ólífuolíu. Mikilvægt er að bera olíuna rétt á. Þú nuddar henni alltaf á frá miðju og út á enda og alltaf í sömu átt (aldrei fram og til baka). Byrjar til dæmis frá miðju og upp og þegar þú ert búin(n) með það þá gerirðu frá miðju og niður. Á meðan ættirðu að einbeita þér að tilgangi ritúalsins.

Til eru fjórar mismunandi tegundir kerta sem eru notuð í ritúölum: Altariskerti, litakerti, astralkerti og dagakerti.

ALTARISKERTI – Þetta eru tvö stór, hvít kerti sem eru alltaf á altarinu. Þau eru staðsett í hornunum tveimur fjær þér.
LITAKERTI – Þetta eru kertin sem eru flokkuð eftir mismunandi litum eftir tilgangi.
ASTRALKERTI – Þessi kerti eru eins konar staðgenglar þeirrar sem ritúalið á við. Það má nota kerti með aðallitnum eða tvílitt kerti.
DAGAKERTI – Þessi kerti má nota í öllum ritúölum og miðast við daginn sem athöfnin er haldin á. Þau eru staðsett hægra megin, framarlega á altarið.

Að slökkva og kveikja á kertum:
Það er best að kveikja á mjóu vaxkerti og síðan kveikja á kertunum á altarinu með því í þeirri röð sem við á. Þú mátt slökkva á þeim annað hvort með því að blása á þau eða nota kertaslökkvara. Ekki nota fingurna til þess.


Það er ekki nauðsynlegt að bera olíu á kerti en það er miklu áhrifaríkara. Ef þú veist ekki hvaða dag viðkomandi er fæddur eða í hvaða merki hann er má nota hvítt kerti fyrir astralkertið hans/hennar og þá verður þú líka að einbeita þér að viðkomandi manneskju.


Þá er þetta búið í bili! Vonandi líkar ykkur þetta!! Kannski skrifa ég meira um kertagaldra seinna… :)

Kveðja,
Divaa