Afi minn kvaddi mig.
Eitt kvöldið þegar ég var að fara að sofa þá leið mér undarlega. Ég pældi ekkert í því og fór að sofa.Um nóttina þá kom afi minn til mín í draumi hann sagðist vera farinn á betri stað þar sem honum liði betur og vildi bara koma og kveðja mig. Þegar hann sagði bless við mig þá vaknaði ég. Ég var hissa á þessum draumi en var ekkert að hugsa meira um hann. Um morguninn þegar ég vaknaði og fór fram sá ég pabba í símanum og var mjög leiður á svip.Mamma kom og fór með mig inní herbergi og spurði mig hvort að ég væri tilbúin að fara í skólann,hún hagaði sér mjög undarlega en ég skildi ekkert í því.Hún keyrði mig í skólann. Það var ekki fyrr en ég fór í leikfimi að ég mundi drauminn og áttaði mig á því að afi væri dáinn. Ég vildi ekki fara að gráta fyrir framan alla svo að ég beið þangað til að ég var ein. Svo þegar ég var búin í skólanum þá kom pabbi að sækja mig og mér fannst það mjög skrítið því að hann sótti mig aldrei í skólann. Þegar ég settist uppí bílinn hjá honum sagði hann mér að afi væri dáinn. Mig langaði til að segja honum að ég vissi það því að afi hafi komið í nótt og kvatt mig en ég þorði því ekki því að ég vissi að hann myndi ekki trúa mér.Ég var lengi að hugsa afhverju afi hafi komið til mín en ég held að hann hafi komið til mín því að ég var svo mikið hjá honum eftir að amma dó og ég varð mjög hænd honum. Í jarðaförinni þá grét ég lítið því að ég sá hann hér og þar að veifa mér og ég sá að honum leið miklu betur :)