Hvað er til ráða ?
Öll könnumst við við dagana sem við hefðum kannski ekki átt að standa uppúr rúmmonum okkar.
Það eru þessir dagar þegar allt gengur á afturfótonum ef ég má orða það þannig.
Þegar allt sem við gerum mistekst.
Ég á alltaf reglulega svoleiðis daga og ég verð alltaf jafn leið, reið og allt það yfir öllum mistökonum sem koma þessa daga.
Mig langar að segja ykkur frá gærdeginum hjá mér en hann var einn af þessum dögum.
Við búum í Danmörk og hérna eru aðrar reglur og önnur lög en á Íslandi.
Það byrjar þannig að sonur minn 17 ára var tekinn fyrir að reiða vin sinn aftan á scooternum sínum á fimmtudaginn síðasta og löggan tók hjólið hans í tékk.
Í gær fór ég að athuga með hjólið því að hann getur ekki verið hjólalaus lengi.
Þegar ég kom uppá skoðunarstöð þá var mér sagt að það væri ólöglegt púst á hjólinu og að löggan tæki pústið, nýtt púst kostar um 1500 dkkr sem er um 17þús íslenskar.
En málið er að pústið er orginal það er bara ryðgað og þessvegna hafa þeir ekki séð merkin sem eiga að vera á því. Svo átti ég að fara á löggustöðina til að fá pappíra svo að ég gæti fengið hjólið afhent, þar beið ég í ca klukkutíma á meðan kallinn pikkaði einhvað inná tölvuna hjá sér svo þegar kom að mér þá fraus tölvukerfið hjá þeim þannig að ekkert var hægt að gera.
Næsta atriði var að ég hafði keypt mér ofna á tilboði í Bilka en þar sem ofnarnir áttu ekki að koma fyrr en í gærmorgun þá mátti ég sækja ofnana mína í gær. Svo þegar ég kem að sækja ofnana mína þá fæ ég að vita að það hafi orðið mistök og að ofnarnir mínir væru seldir öðrum, ekkert hægt að gera annað en að endurgreiða mér ofnana :(
Þetta eru stærstu atriðin af því sem gerðist í gær en allur dagurinn var á þessa leið. Það fóru ca 4 tímar í að rífast við lögguna og svo ca 1 tími í að reyna að leysa þetta með ofnana. Svo voru börnin extra pirruð og þurftu að rífast extra mikið.
Hvað er til ráða og hvað er hægt að gera þegar svona dagar koma hjá okkur ?

Ég trúi því að svona dagar séu einhvað sem er lagt á okkur til að við kunnum betur að meta alla hina dagana þegar betur gengur. Svona einhvað til að minna okkur á hvað við erum heppin að það eru ekki allir dagar sem eru slæmir. Þökkum fyrir dagana sem allt gengur svona eins og venjulega alveg eins og við eigum að þakka fyrir dagana sem gengur mjög vel og allt virðist ganga upp.

Endilega segið frá ykkar slæmu dögum, það er ákveðinn léttir að koma þessu frá sér.


Kveðja StarCat