Ég hef mikið velt fyrir mér dulspeki og reynt allt sem ég hef getað til að halda í trúnna á yfirnáttúrulega hluti, meira að segja reynt að hundsa afsannanir vísindamanna um tilvist hins hulda heims… málið er að það er ekki svo auðvelt. Vísindin eru svo mikið sterkari en dulspekin getur nokkrusinni orðið og núna stend ég á báðum áttum….
Ég hef upplyfað margt og fundið fyrir mörgu en málið er að ég get aldrei FUCKING sannað að það sem ég hef séð sé raunverulegt …ég get hvorki sannað það fyrir sjálfum mér nér öðrum, það er málið.
ó ok það er alltaf hægt að segja þú verður bara að trúa, en málið er að það er eingin huggun, ég er mannvera og það er bara í eðli mannverunar að vilja fá sönnun fyrir hlutunum. Draugar, Álfar, Djöflar… ég er búinn að fá sönnun fyrir því að þetta sé til en bara því miður þá er ég líka búinn að fá sönnun fyrir að þetta sé ekki til. Og sú sönnun er miklu trúverðugari heldur hin… Hugurinn er öflugt tæki EN hann er skeikull og það á líka við um minnið. Margir segjast hafa upplifað hið svo kallaða O.B.E. (out of body expirience) eða Sálfarir …en í sannleika sagt þá verður maður að hafa sál til að Sálfarir geti átt sér stað, og ef sálin er miðstöð persónuleikans þá höfum við ekki sál því að einfalt högg á höfuðið getur breytt persónuleika þínum til frambúðar….. það er búið að sanna hvort sem fólk vill viðurkenna eða ekki að gleði, tilhlökkun sorg og jafnvel ást eru bara taugaboð eða reyndar svar heilans við utan að komandi áreiti. Örlög? það er búið að sanna að það er hægt
að opnna hlið á rúm veruleikans og snúa tímanum framm og aftur,Æ Æ ég held að örlaganornirnar verði að víkja fyrir þessu..
Ég er ekki að segja að dulspeki sé vitleysa, ég er að segja að ég er EKKI viss lengur..