Ekki koma með neina ömulega brandara um þetta.


Eitt af því sem er mest böggandi sem ég veit um er þegar ég er að fara að sofa og mér líður eins og einhver sé að horfa á mig.
Ég bara ligg þarna upp í rúmi er að reyna að sofna en get það ekki því ég veit af þessu.
Svo stundum næ ég að sofna en vakna svo um miðjar næturnar og get ekki hreyft mig eða þá að ég hristist.
Þetta er mjög óþægilegt þetta er eithvað sem ég væri helst til að vera laus við.

Ég tek sem dæmi þegar ég var lítill svona um 6 ára þá man ég eftir því að mamma og pabbi voru farin að sofa og leit alltaf fram á gang og tók eftir skugga á ganginum.
Svo alltaf gerði é gþetta af og til aðra hvora nótt eða svo og þá tek ég eftir því að skuggin nálgast alltaf.
Svo eina nóttina þá vakna ég útaf martröð en mér er kalt.
Svo eftir það þá er skuggin farin sé hann ekkert aftur.

Svo núna bara seinast þegar ég var 14 þá vaknaði ég oft titrandi og gat ekki talað né hreyft mig.
Það var mjög óðægilegt og hristist ég bara svo allt í einu hættir það og ég verð mjög hræddur við allt.
Síðan bara nokkrum mánuðum seinna þá gerist þetta aftur en þá er það eina sem ég get gert er að hlægja en hláturinn kemur út mjög sjúklega og þegar ég byrja að hlæja þá bara hætti ég að titra og næ að sofna þetta gerðist svo ekkert aftur fyrr en ég flutti í nýju íbúðina mína þá er ég 16 ára og þá hef ég vaknað já eins og ég sagði get ég ekki hreyft mig mér er kalt og finnst eins og það sé verið að horfa á mig.
Hvað finnst ykkur um þeta hvað haldi þið að þetta sé?

kk. kristján