Það kom fyrir mig í seinustu viku að ég hafði verið á stöðvarölti og stoppaði fyrir tilviljun á OMEGA sem ég horfi aldrei á og hlustaði aðeins á, þar var verið að tala um námskeið fyrir fólk sem er veikt í trúnni og langar til þess að fræðast meira um goð og svona, uppúr því fór ég að velta fyrir mér hvort ég trúi raunverulega á guð, og mér fannst hálfleiðinlegt að upgötva að ég hef í raun aldrei séð nein merki um að hann sé til, enga sönnun.
En burtséð frá því þá var ég niðrí bæ helgina eftir að ég horfði á OMEGA og var eitthvað að hneppa skirtunni minni frá og sleit keðjuna á krossinum mínum svo hann datt í jörðina, ég tók hann upp og lét hann í vasan á jakkanum, alltílagi með það. Svo var ég í skólanum nokkrum dögum seinna og þá sá ég að krossin minn lág ofaná möppu sem lá á einhverjum stól, krossin snéri upp allveg í miðjuni, ég var nú ekkert að kippa mér upp við þetta, datt kannski í hug að hann hafði dottið úr og einhver hafði látið hann þarna svo að ég lét hann bara aftur í sama vasa. Svo fór ég heim sama dag, var að drífa mig og lét jakkan snöggt frá mér á stólin og fór í vinnuna. ÞEgar ég kom svo seinna heim tók ég eftir því að krossin lág ofaná svona kommóðu einsog honum hafði verið stillt upp einsog fyrr um daginn. Ég bar þetta upp við foreldra mína og þau könnuðust ekkert við að hafa séð hann og fannst þetta mjög skrítið.
Mér þykir ÁKaFLega ólíklegt að einhver hafði fundið krossin og stillt honum upp á þessa staði því engin kannaðist við að hafa séð hann. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort þetta sé eitthvað merki, þar sem ég var einmitt að velta því fyrir mér með guð. Allaveganna var þetta stórskrítið og ælta bara að drífa mig að fá mér nýja keðju…