Hvaða hvaða. Dulspekiiðkendur hljóta að þola gagnrýni eins og aðrir. Þú ætlar þó ekki að skerða málfrelsi hérna? Btw, hefurðu prófað að segja geðlækni frá dulrænni reynslu? Á tungumáli geðlækna heitir allt slíkt “ranghugmyndir”.
Mér persónulega finnst ekkert athugavert við dulspeki og alls kyns kukl og galdra, það er vitað mál að margt af því skilar árangri. En þegar fólk trúir því að um utanaðkomandi öfl sé að ræða, að það sé ekki bara að kveikja á duldum stöðvum í heilanum, þá má það fara að passa sig á mönnunum í hvítu sloppunum. Ranghugmyndir eru þegar maður ímyndar sér hluti en trúir að þeir séu raunverulegir. Ef maður nær að kalla fram ímyndanir úr undirvitundinni og veit að þetta er ekki raunveruleikinn þá eru þetta ekki ranghugmyndir. Þar eru skilin á milli dulvitundar og geðveiki. Aleister Crowley trúði t.d. ekki á alla þessa guði og djöfla sem hann notfærði sér. Hann vissi að hann var að nota symbolisma til að virkja ákveðnar stöðvar í heilanum, og hann notaði hræðslu og brot á tabúum til að koma mönnum í dulrænt ástand. Kaosgaldramenn hafna yfirleitt trúarbrögðum og æðri máttarvöldum, í fullri vitneskju um uppgötvanir Jung og Freud, en nota hvað sem er sem virkar til að koma þeim í dulrænt ástand, gnosis.
Ég hef rekist á fullt af fólki hérna á þessu áhugamáli sem er ekki í tengslum við raunveruleikann. Ég vona að mér verði ekki bannað að benda þeim á það áður en slæmt hlýst af. T.d. var mjög átakanlegt að heyra í 10 ára stelpu sem sagðist sjá álfa og huldufólk með ill augnaráð. Ég held að það hljóti að vera dulspekinni í hag að iðkendur hennar haldi sig réttu megin við strikið.