Hefurðu einhvern tíma séð draug eða svipað fyrirbæri? Fyrir nokkrum mánuðum hélt ég að það væri bara eitthvað sem að fólkið í gamladaga hefði spunnið upp en nú hef ég aðr skoðun. Áður fyrr trúði ég ekki á draug vegna þess að alltaf þegar ég var hræddur um návist drauga þá komu foreldrar mínir og sögðu: “draugar eru ekki til” eða “draugar eru bara í bíómyndum”. Þessu höfðu þau komið inn í hausinn á mér og síðustu ár hefur ekki hvarflað að mér að draugur sé á sveimi. En svo kom vinur minn fyrir 2 mánuðum og sagði að kærasta pabba hans hefði oft séð drauga og sagði mér tvær, þrjár sögur. Ég hugsaði fyrst: “kjaftæði”. En eftir að ég talaði við konuna þá trúði ég þessu. Svo var líka draugur í herbergi þessa vinar míns sem að var alltaf að pikka í klukkuna hans þegar hann svaf og snéri að veggnum. En það hætti alltaf þegar hann snéri sér að þessu. Svo bað hann til guðs og bað hann um að taka við sálinni sem hæfist við í herberginu hans. Eftir það hætti þetta. Síðan þá hef ég trúað á drauga.
Mín spurning er, hefurðu séð draug? Og ef svo er hvernig var það.
Svo er ég líka að velta fyrir mér af hverju Guð tekur ekki við sálinni nema þegar einhver biður til hans um að hleypa sálinni inn í himnaríki. Og svo er ég líka farinn að hugsa svoldið um, hvað ef að ég verð draugur…