Mér finnst eitt svolítið skrítið, það er það að oft þegar ég lít á klukkuna á kvöldin, og þetta gerist ansi oft, þá er hún alveg að slá tólf á miðnætti. Ég virðist alltaf vera að kíkja á klukkuna á þessum sama tímapunkti, rétt fyrir miðnætti. Ein vinkona mín talaði um þetta sama, að líta alltaf á klukkuna á þessu sama augnabliki.
Svolítið creepy, en haldiði að þetta tákni eitthvað, eða man maður það bara betur þegar klukkan er að slá tólf, heldur en kanski tíu?