Til eiga að vera margar íslenskar galdrabækur.
Þær frægustu eru Gráskinnurna tvær og Rauðskinna.
Gráskinnurnar voru mjög mátugar sú fyrri var skrifuð af Guðbrandi þorkelssyni, eftir dauða Guðbrands
eignuðust Hólar í Hjaltárdal bókina. Þegt eru þess dæmi að skólapiltar
þar hafi stolist til að lesa Gráskinnu sú frægasta saga um það er líklega sagan um Galdraloft.
Gráskinna seinni er ekki eins fræg hún var skrifuð af einhverjum einbúa hann tók bókina með sér í gröfina.
En einn galdramaður sem hét séra Eiríkur á Vogsósum hann fór einu sinni með vinum sínum út í kirkjugarðinn sem enbúinn var grafinn í og grófu hann upp. Þeir náðu aðeins hluta af bókinni því beinagrindin þreif í bókina og þá rifnuðu nokkrar síður úr bókinni og séra Eiríkur náði þeim.
Sú þriðja sem ég ætla að tala um heitir Rauðskinna hún átti að vera miklu máttugri en Gráskinnurnar.
Sá sem skrifaði hana hét Gottskálk biskup Grimmi eða Gottskálk Nikulásson hann kom frá Noregi.
Kápan var rauð því hann litaði hana með blóðinu sínu og hún var með gyltu letri og hin skrautlegasta.
Gottskálk tók hana þvímiður í gröfina. Margar fleirri galdrabækur voru til s.s.Gulskinna, Gránskinna og Silfra en um þær veit ég ekkert.
Þessar bækur áttu að búa yfir miklum dulrænum kröftum. Galdrarnir í þeim voru margir hverjir rúnagaldrar,
þar hafa áræðanlega verið öðruvísi galdrar eins og særingar af ýmsutagi sem er hinn rammasti svartigaldur.