Mig dreymdi draum í nótt…hann var frekar scary þannig að ég man soldið mikið af honum en samt ekki alveg allt sem gerðist…
ég réði hvað gerðist og hvert ég fór og allt það en samt var verið að elta mig og það var ekki sjens að ég gæti komist bara í burt..
Ég veit ekki alveg af hverju var verið að elta mig en ég man að góð vinkona mín var með mér…
Þetta voru einhverjir menn saman sem voru að elta mig(svona einhvernveginn FBI eða eitthvað, svona dökkklæddir(jakkaföt) og oft með sólgleraugu semsagt mmjög áberandi og auðvelt að koma auga á)
Svo vorum við alltí einu komin í stóra verslunarmiðstöð í útlöndum(við höfðum verið útum allt á hlaupum undan þeim í einhverri stórri borg sem ég rataði ekkert í, svo ákvað ég að það væri sniðugt að flýja inn í þessa verslunarmiðstöð og þar hitti ég þessa vinkonu mína..)
Ég hljóp inn í þessa verlsunarmiðstöð og kom að sófum með einhverju fólki í, svo þegar ég kannaði fólkið betur voru þetta fullt af krökkum úr skólanum mínum, m.a. margir vinir mínir, þar var einn strákur sem ég ætlaði að knúsa hæ(ég geri það yfirleitt alltaf við alla sem ég þekki sem ég hef ekki séð lengi(erum í sumarfríi)) en hann vildi ekki knúsa mig og hékk utan í einni stelpunni, þá varð ég nú soldið sár og fór.
Ég kom að svona hurð með nema(æ,svona eins og er allsstaðar í mörgum búðum eins og t.d. 10-11, Nóatún, Nettó og allskonar…) ég stoppaði við hana og gaf stráknum fokkmerki(svona gefa í skyn að ég væri ekkert sátt við hvernig hann lét) og hann varð frekar sár og sá eftir þessu.
Svo hélt ég áfram og kom inn í stórmarkað(nema ég var þeim megin þar sem maður er búinn að fara í gegnum kassana) og ég leit í kringum mig til að tékka á e-m sem var að elta mig, svo hélt ég áfram og fór upp rúllustiga. Þar uppi hitti ég vinkonu mína og ég sagði henni eitthvað…svo alltíeinu tók ég eftir e-m sem var að leita að mér og ég stökk með vinkonu mína bakvið e-n vegg og eitthvað. Þarna rétt hjá var svo lyfta, við sáum að hún var að lokast, við vorum forvitnar og ætluðum að fara í lyftuna, en þorðum því ekki alveg því við vorum ekki vissar um að e-r sem var að elta mig væri í henni svo að við stungum blaði á milli áður en lyftan lokaðist svo að hún opnaðist aftur og inni í henni stóðu tveir eldri karlar(sem ég hef aldrei séð, bara einhverjir ókunnugir). Það var í raun ekkert gólf í lyftunni, heldur var svona smá teppisbútur sem þeir báðir stóðu á, og þessu bútur var meirað segja skakkur.
Við ákváðum að fara ekki í lyftuna heldur að fara eitthvað annað. Svo hlupum við saman eitthvað og tókum eftir að þeir(sem voru að elta okkur) hefðu tekið eftir því að við værum að flýja og þessvegna hlupu þeir á eftir okkur. Við hlupum í einhvern hring og vorum þessvegna komnar aftur hjá lyftunni. Hún hljóp áfram en ég ákvað að fara inn í lyftuna og svo stakk ég blaði á milli og kallarnir voru ennþá inni í lyftunni og ég dreif mig inn því að þeir sem voru að elta mig voru alveg að ná mér…
Þegar ég kom inn í lyftuna fóru gömlu kallarnir eitthvað að spurjamig hvað ég væri að flýta mér svona mikið, ég sagði þeim það og bað þá um hjálp og spurði þá hvort þeim væri ekki sama þó þeir myndu láta sem svo að ég væri með þeim. Þeim leist bara vel á þessa hugmynd mína og annar þeirra fór að dansa af kæti, sem fékk mig til að brosa. Svo réttu þeir mér sinnhvorn arminn og ég gekk á milli þeirra útúr lyftunni.
En málið var að lyftan hafði ekki farið neitt, heldur var hún ennnþá á sömu hæð!
Við hliðina á lyftunni var svona gamaldagsframköllunarbúð(semsagt leit mjög gamaldags út). Gömlu mennirnir voru á leiðinni að fara að framkalla einhverjar myndir úr einhverju fríi sem þeir höfðu verið í.Mér datt snilldarráð í hug(!?!???!!) og spurði hvort þeir gætu ekki klippt mynd af mér inná allar myndirnar svo að kallarnir sem voru að elta mig myndu trúa því að ég væri með þeim. Gömlu mönnunum fannst þetta ekkert mál og fóru svo með myndirnar í framköllun.
Svo alltíeinu voru myndirnar komnar úr framköllun og ég var eitthvað að skoða þær(þær voru svona svarthvítar en samt svona eins og brúnar, bara svona eins og var í eldgamladaga). Þessar myndir voru af okkur á ströndinni og ég var svona eins og ég væri svipað gömul og þeir. Svo alltíeinu var það ekki ég sem var að skoða myndirnar heldur var það einn af þeim sem var að elta mig.
Hann var að skoða myndirnar og hann var með eitthvað fyrir augunum(svona eins og brúnan plastpoka sem maður getur séð ég gegnum, svona svipaðan og maður setur grænmeti og svona í í stórmörkuðunum nema bara ljósbrúnir) og svo leit hann á mig og sagði: “Hah, þetta gekk nú ekki alveg hjá ykkur, ég sá nú í gegnum þetta með þessu”: svo tók hann þetta brúna frá augunum.
Ég náttla varð skíthrædd og hljóp í burtu. Ég hljóp inn langan gang og mjög reglulega og þétt voru bíósalir og voru myndir í gangi í öllum sölunum. Ég hljóp eins langt og ég þorði og svo skaut ég mér inn í einn salinn. Þar hljóp ég upp tröppurnar og lagðist svo í þær. Gaurinn kom inn og litaðist um eftir mér. Ég skreið hægt upp tröppurnar og var komin efst.
Þá var þar kominn annar gaur ofanfrá. Ég lá alveg kyrr. Gaurinn rak sig í hausinn á mér en gerði ekkert meira í málinu, en ég var alveg viss um að þetta væru endalokin og að þeir hefðu náð mér. Svo hélt hann áfram niður tröppurnar og ég beið eftir því að hann væri kominn nógu langt niður,þá stóð ég upp og hljóp útum dyrnar og út á ganginn aftur. Ég vissi að hann hefði tekið eftir þessu og hljóp því aðeins nokkra sali áfram og skaust inn í einn. Svo leið og beið og enginn kom. Ég ákvað því að skjótast aftur út og hljóp svo út allan ganginn og kom þar með út undir bert loft.
Ég tók mér smá tíma til að anda og fór svo að pæla hvar vinkona mín væri eiginlega…
Svo fann ég hana einhversstaðar uppi á einhverjum palli sem maður komst uppá með því að fara upp brunavarnastiga. Ég fór þangað upp og sá að hún lá bara þarna, ég vissi að mér var ekki óhætt þarna. Svo einhvernveginn náði ég að lífga hana við.
Allt í einu vorum við komnar niður í verslunargötu(svona svipað Laugarveginum, nema að þessi var miklu lengri og það var miklu meira af fatabúðum, allt frekar litlar búðir og mikið gert af því að setja slár út á götu.) Þar vorum við með einvherjum vinum(fólk sem ég hef aldrei séð) okkar. Við vorum enn á flótta en vorum samt bara að skoða í búðir. Alltíeinu tók einn vinur minn eftir því að það var einhver svona gaur á götunni að leita að einhverju/m.
Við urðum alveg skíthræddar og stukkum á bakvið næsta rekka af fötum. Svona gekk þetta búð úr búð, við stukkum á milli búða og alltaf bak við einhver föt…..svo vaknaði ég…. :/
jæja fyrirgefið hvað þetta var langt hjá mér…ég bara man þennan draum svo vel að ég bara varð að skrifa hann. Ég er mikið búin að vera að pæla í hvað hann gæti eiginlega þýtt…….ef einhver þarna úti nennir að lesa hann gætuð þig kannski sagt mér eitthvað sem þig haldið um þennan draum? Takk æðislega, ef ekki fyrir að skrifa um það sem þið haldið þá fyrir það að lesa hann….