Hér til að byrja með, er lýsing á nokkuð algengum draum.
Mig dreymir nokkuð oft að ég VAKNI við það, að ég bara hreinlega VERÐI að komast út úr svefnherberginu mínu. ÉG rís á fætur og reyni að kveikja ljósið og [að sjálfsögðu] kviknar það ekki (peran sprungin eða e-ð) og ég fyllist myrkfælni. Ég þarf að komast út og þrátt fyrir að í raunveruleikanum séu ekki nema um 2 metrar að svefnherbergishurðinni hjá mér, þá tekur það mig óralangan tíma að komast að henni, sökum þess að ég er þyngri en í raunveruleikanum og svo er ég gjarnan flækt í rúmteppinu eða e-ð því um líkt. En þegar að hurðinni er komið, þá [að sjálfsögðu] stendur hún á sér. Ég er sennsagt föst í myrkrinu í bullandi lífshættu og kjökra af hræðslu. Skömmu eftir að mér er ljóst að ég er í sjálfheldu, þá HREKK ég upp í svitabaði og með öran hjartslátt.
Þetta er, eins og áður sagði, Nokkuð algengur en mjög svo óþægilegur draumur, þeir hérna sem hafa fengið hann vita nákvæmlega hvað ég á við. Mér skilst að hann sé ekki mjög hættulegur, að undanskyldu að fólk ofandar gjarnan og svo hækkar hann blóðþrýstinginn, fer reyndar eftir því í hvernig formi fólk er.
Nýlega lærði ég það, að orsök þessa draums sé innilokunnarkennd eða clostraphobia og þarf fólk ekki einu sinni að vera illa haldið af þessari phobiu til þess að dreyma hann. Það passar reyndar mjög vel, alla vega í mínu tilfelli, þar sem ég er ekkert alltof hrifin af lokuðu rými. Ég er reyndar ekkert illa haldin, mér líður mjög vel í bílum, flugvélum og lyftum og öllu þess háttar (sennilega vegna þess að það er partur af mínu daglega lífi) en eins og áður sagði, þá þarf maður ekki að vera neitt illa haldin.
En hvað sem því líður, þá getur verið að ég geti hjálpað einhverjum hér sem fær hann oft (og er ég nú að koma mér að efninu).
Málið er, að um dagin (árið) þegar ég fékk þennan draum, þá allt í einu fattaði ég það (í öllu móðusýkiskastinu) að ég hafði upplifað e-ð slíkt áður. í Framhaldi af því þá allt í einu FATTAÐI ég að mig var að dreyma. OK Ég veit að þetta hljómar voða erfitt, en það er það í raun ekki. Einkenni drauma eru jú, að við vitum ekki að okkur er að dreyma. En hugsið aðeins… Þetta er rútína; vaknið, verðið að fá ljós, peran sprungin o.s.frv. = Þetta er draumur, þið eruð ekki í neinni lífshættu. Og það sem meira er, þið getið vakið ykkur sjálf. Eftir að ég fattaði þetta, þá hefur þessum draumi aldrei tekist að klárast hjá mér, þ.e. ég vakna/vek mig alltaf (kæri mig ekki um að halda áfram). Ég get kanski ekki alveg útskýrt hvernig þið gerið það, en mér tókst það, og þá getið þið gert það líka. En ég held að fyrsta skrefið sé að FATTA að ykkur er að dreyma. Þannig að næst þegar þið lendið í þessari (svipaðri) aðstöðu, þá VITIÐ þið að ykkur er að dreyma og þá er eftirleikurinn einfaldur :)
Þetta fær mann ósjálfrátt til þess að hugsa um aðrar “tegundir algengra drauma” t.d. sá sem lýsir sér þannig að einhver er að elta mann og maður getur ekki forðað sér sökum þess að maður er fastur í einhverju.
Eða þegar maður er að hrapa og hrekkur upp rétt áður en maður lendir. o.s.frv.
Hvað segið þið um það sálfræðingar?
OK þetta hljómar kanski svolítið ruglingslega fyrir ykkur sem hafið aldrei fengið þessa drauma en ég vona að mér hafi tekist að hjálpa einhverjum ykkar sem hafið fengið þá.
Love,
Fairy