Ég var að lesa grein hérna áðan um þessi sjálfsvíg sem að eru þvílíkt mörg orðin í heiminum og þá líka ansi mörg hér á Íslandi líka.
En ástæðan fyrir því að ég skrifa hingað er sú að fyrir ári síðan þá upplifði ég hræðilegan hlut (eitthvað sem engin vill lenda í).
Þannig var það nú að ég var að vinna á Hóteli og var þar í þrifum, nema að ég átti eftir að þrífa eina hæð á Hótelinu, eins og ég gerði alltaf var að ég fór rúnt á þeirri hæð sem að eftir var og opnaði öll herbergin sem átti að þrífa og svo síðasta herbergið var það eina sem að ég átti eftir að opna, en það var eins og einhver togaði í mig svo að ég yrði ekki að fara og opna það herbergi. Heldur fór ég til þeirra stelpu sem að var að vinna með mér og bað hana að koma með mér og að við skildum fara saman út í enda og byrja þar og við fórum, svo fór ég að hurðinni og bankaði (eins og var vön áður að gera) og ekkert svar þannig að ég opna og ætla lengra inn en sé þá bara ungan dreng liggja þar í rúminu dáinn. Ég öskraði þvílíkt og annaðeins á stelpuna sem að var með mér og hún ætlaði varla að trúa mér ekki fyrr en ég grýtti í hana lyklum og sagði henni að kíkja þá sjálfri inn sem hún gerði ekki. Ég hleyp þá niður á skrifstofu hótelstjórans og bara öskraði að það væri dáinn strákur inn á einu herberginu hótelstjórinn og fólk sem að var inni hjá honum ruku öll út úr skrifstofunni og eftir stóð ég eftir alein í þvílíku sjokki.
Svo var það það hræðilegasta þegar að ég þurfti að rifja allt upp fyrir lögreglunni og prestinum hvað ég hefði séð og hvort að ég hefði tekið eftir einhverju á líkinu eða hvort að ég hefði snert eitthvað eða líkið. En mér fannst ég hafa staðið í nokkrar mínútur inni í þessu herbergi en þetta var reyndar bara sek.brot.
Ég fékk svo að vita nokkrum dögum síðar að þessi piltur hefði skotið sig þess vegna spurði lögreglan mig að því hvort að ég hefði farið eitthvað að líkinu.
En enn þann dag í dag sé ég mynd af þessu bregða fyrir þó að ár sé liðið.
Ég hafði þó vit á því að leita mér hjálpa hjá áfallahjálp eftir þetta því að mér leið jú, alveg viðbjóðslega og var hrædd um allt og ekkert. Einnig talaði ég við annan prest en þann sem að kom til mín á Hótelið því að mér fannst ég ekki fá næga hjálp frá honum, en fékk annan prest sem að hafði sjálf lent í svipuðu dæmi og ég og skildi mig og mínar tilfinningar.
En mig langar að segja þeim sem að lenda í svona löguðu að þekkja einhvern sem að fyrirfer sér eða í svona svipuðu og ég ekki hika við að leyta eftir hjálp hjá áfallahjálp og/eða presti!
Í von um að einhver vilji lesa þetta og fær þá til að hugsa um þessa hluti, ég gæti skrifað enn meira um þetta en……það yrði þvílíkt langur lestur.
kveðja
valsarakvk