Mér var bent á <a href="http://uk.news.yahoo.com/001027/80/anmyw.html">þessa</a> grein áðan en þar kemur fram að skóli nokkur í Oklahoma hafi kært 15 ára stúlku fyrir að leggja álög á kennara sinn með þeim afleiðingum að kennarinn veiktist.

Skiljanlega eiga foreldrar stúlkunnar dálítið erfitt með að trúa að þeir séu að verja hana gegn galdraásökunum við þröskuld 21. aldarinnar.

Þetta er það sem gerist þegar að hlutfall lögfræðinga fer yfir ákveðna prósentu í þjóðfélaginu og þar með legg ég til að klásus verði settur í Lögfræðideild HÍ :)
JReykdal