Þegar ég var yngri þá skeði það sama hjá mér. ‘Eg held að ég hafi verið 10-12 þegar mig dreymdi þennan sama draum aftur og aftur, og mig dreymdi BARA þennan draum, engan annan í millitíðinni en mig dreymdi hann ekki á hverju kvöldi.
Hann var þannig að ég var í einhverju húsi sem mér fannst ég eiga heima í í draumnum og kærasti mömmu minnar (í draumnum) ætlaði að drepa mig. Hann elti mig um húsið og ég öskraði og öskraði á mömmu til að hjálpa mér en hún gerði ekki neitt, hún bara stóð þarna og grét.Það var einsog hún vildi af öllu hjarta hjálpa mér en bara þorði því ekki eða gat það ekki. ’Eg grét og grét og mamma líka en hún stóð bara stjörf og gat ekkert gert. ‘Eg hljóp útum allt herbergið og hann á eftir mér með byssu því hann ætlaði að skjóta mig. Síðan nær hann að króa mig af og ég græt viðstöðulaust og öskra á mömmu síðan tekur hann í gikkinn og draumurinn er búinn .
Þennan draum dreymdi mig í 2-3 ár held ég….
Síðan gerðist það furðulega!
Síðasta skiptið sem mig dreymir þennan nákvæmlega sama draum án nokkurra breytinga gerist það að þegar hann er búinn að króa mig af upp við vegg og er að fara að taka í gikkinn á byssunni þá segi ég við hann
“’Eg veit að þú drepur mig ekki, mig hefur dreymt þennan draum áður!”, og þá vaknaði ég.
Og eftir það dreymdi mig þennan draum aldrei aftur….
Þetta fannst mér helvíti merkilegt og finnst það reyndar enn =)
'Eg hef verið að reyna að lesa úr þessum draumi enn til þessa dags og ég held að ég sé nokkurnvegin búin að ráða úr honum, en ég mundi nú samt vilja fá professional álit á honum líka og geri það líklega einhvertíman í framtíðinni.
Núna eru komin um 10-11 ár síðan að þetta var og ég hef ekki enn gleymt þessum draumi, ég mann hann enn í öllum smáatriðum.
Það væri gaman að fá að heyra álit ykkar á þessum draumi =)
Mp!
CrystalW