Er þetta raunverulegt?
Hefur einhver velt því fyrir sér að kannski er maður einhver annar en maður er? Það er að segja að maður sé einhver annar, t.d. geimvera og sé að dreyma að maður sé mannvera. Því kannski dreyma geimverur mjög raunverulega og langa drauma og maður gæti allt í einu vaknað og þá er maður eitthvað fjólublátt skrímsli. Þetta er bara svona eitt af þessu sem ég hugsa um. Eru þið með einhverjar svona kenningar? Ég hef nefnilega oft talað við aðra um svona og þeir eru oft með mjög svipaðar kenningar.