Hmm.. ég veit ekki hvort þetta sé virkilega besti staðurinn til að senda inn þessar vangaveltur mínar en ég fann engan efnilegri svo….

ég hef virkilega verið að hugsa! fyrir 2 árum lenti fjölskyldan mín í sjálfsmorðsmáli (kærasta bróður míns fyrirfór sér á gamlárskvöld) og ég sem er andskotin nógu ung núna var mjög ung þá þar af leiðandi og í rauninni hunsaði ég þetta! ég hugsaði alltaf með sjálfri mér að þetta hefði ekki gerst, svona lagað gerist alls ekki í alvörunni var það sem ég sagði sjálfri mér aftur og aftur! en síðan þá hefur allt verið að fara til fjandans í fjölskyldunni!

ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þetta en… mér finnst aldrei eins og hún sé virkilega horfin! þ.e. kærastan! í hvert skipti sem ég hitti bróður minn eða e-rn úr fjölskyldunni hennar fer ég að hugsa um þetta og þeim mun fjarstæðukenndara verður sú hugmynd að hún sé horfin (þó það séu rúmlega 2 ár síðan!). Og það óhugnanlegasta er að hún skildi eftir sig litla dóttur! stelpan er að fara að byrja í skóla næsta haust og þetta er gáfaðasta barn sem ég hef nokkurntíman kynnst! hún hefur jafnan ef ekki MEIRI orðaforða en ég og beygir öll orð rétt (sem er ekki algengt hjá 5 ára barni nútímans :þ) Og alltaf þegar hún kemur í heimsókn er eins og mamma hennar komi með!(það var alltaf einhver tilfinning sem fylgdi henni) barnið talar nákvæmlega eins og mamma sín, lítur nákvæmlega eins út, og kemur með comment um ótrúlegustu hluti sem hún ætti ekki að vita! og sjálf segist hún sjá/heyra mömmu sína! (og “þegar ég verð stór ætla ég að búa til stóran stiga og ná í mömmu niður af himnum!” sætt.. en… óþægilegt!!)

ég hafði aldrei viljað hugsa um dauðan eða hvort það var/er eitthvað líf eftir hann (og reyni að forðast að hugsa um það núna) en hef þó gert það úr hófi fram síðustu 2 ár!(heimskulegt að koma með svona vangaveltur inná áhugamáli þar sem bara fólk sem trúir á svona er)!

ég vildi að ég væri skyggn.. kannski ætti ég ekki að gera það en sama er mér! því þá myndi ég þó vita hvort ég er að ímynda mér allt þetta! því.. ég er alveg viss um að “sál” hennar (eða hvað sem þið viljið kalla þetta) gengur aftur…… eða er það bara ímyndun í mér út af öllu því sem hefur verið að gerast í kringum mig síðan! er það bara ómerkileg afsökun fyrir því að ég vil ekki sjá að fjölskyldan mín er að fara til helvítis!? eða er það satt að fólk sem fremur sjálfsvíg… á erfiðara með að öðlast ró!?

allaveganna hef ég breyst mikið síðustu ár! ég er… eyrðarlaus… svo kannski er þetta bara allt saman rugl í mér! ég vænti engra commenta um þessa grein (ef hún mun nokkurntíman verða birt) og biðst bara afsökunar ef fólki finnst þetta óviðeigandi eða.. barnalegt…! langaði bara til að koma þessu einhvern veginn frá mér á nafnlausum stað!


“What´s wrong with running away from reality if it sucks!?” ->Evangelion

Arasaka
"