Eftirfarandi er úr áhugamálsritgerð sem ég skrifaði nýlega í skólanum.
Þetta er aðalatriðin og er öllum velkomið að bæta við og/eða leiðrétta mig! =)
Í byrjun ætla ég að segja aðeins lauslega frá Wicca en fara svo betur í hvern hluta síðar.
Wicca eru trúarbrögð sem byggjast á heiðni. Inn í þau fléttast svo mikil náttúrudýrkun og það sem mörgum finnst kannski mest spennandi; galdrar.
Orðið wicca kemur úr ensku en er talið tengjast íslenska orðinu vitki sem þýðir töframaður. Iðkendur wicca eru kallaðir nornir. Þær eru bæði karlkyns (wicca) og kvenkyns (wicce) og er frekar jafnt hlutfall milli kynjanna.
Nornir trúa á marga guði og gyðjur. Þær trúa þó ekki að til sé eitthvað eitt sem stendur fyrir hið illa (Satan og Helvíti í kristni) heldur jafnast hið góða og hið illa út í guðunum og gyðjunum.
Í raun eru til tvær tegundir af nornagöldrum. Bæði eru til nornir sem tengjast wicca beint og svo eru til nornir sem stunda galdra en er ekki í sambandi við wicca. Þær nornir eru stundum tengdar djöflatrú þó svo að það sé ekki í nærri því öllum tilfellum.
Saga wicca:
Ekki eru allir iðkendur wicca á eitt sáttir um uppruna trúarinnar. Sumir segja að hægt sé að rekja hana alla leið aftur á steinöld, en aðrir að hún sé mikið yngri. Vandamálið við sögu wicca er að í gegnum árin (aldirnar) hefur verið mjög erfitt að halda utan um heimildir. Yngri stig sögunnar er hægt að staðfesta, en erfitt er að segja nokkuð til um hina fornu sögu. Fornleifafræðingar hafa fundið teikningar og myndir í hellum frá steinöld, skálar, skreytta hnífa og skartgripi sem benda til þess að wicca, eða í það minnsta nornagaldrar, hafi verið við lýði á þeim tíma. En þó erfitt að vera viss. Það er haldið að jafnvel á steinöld hafi menn haft einhverja hugmynd um æðri máttarvöld og að það hafi verið stunduð dýrkun í einhverju formi.Ýmsir fræðimenn segja að teikningar sem fundist hafa, hafi verið upphafið að því sem kallast nútíma nornatrú.
Kristin kirkja var mjög þolinmóð gagnvart göldrum fyrr á öldum og lét þá næstum afskiptalausa svo nornirnar gátu stundað sína galdra óáreyttar. En í lok þrettándu aldar fór viðhorf kirkjunnar að breytast. Trúin á að galdrar væru eitt form illsku og kæmi frá Djöflinum sjáflum varð útbreidd. Iðkendur galdra voru sagðir vera undir álögum Satans. Þetta viðhorf jókst svo jafnt og þétt og magnaðist svo í það sem nornir kalla “galdrabrennur”. Kaþólski rannsóknarrétturinn var stofnaður og margar nornir voru dæmdar til dauða og brenndar á báli.Það var talin eina leiðin til að drepa hina illu anda sem áttu að hafa tekið sér bólfestu í líkömum þeirra. Nákvæmar tölur yfir fjölda fórnarlamba Galdrabrennanna eru ekki til en þær munu þó hlaupa á þúsundum. Nornaveiðunum lauk í byrjun átjándu aldar í bænum Salem í Massachusetts Bandaríkjunum. Þar voru 20 manns, sem haldið var að væru nornir, drepnar eftir mikið uppþot sem varð þegar nokkrar ungar stúlkur úr bænum sögðu sig vera nornir.
Wicca átti ekki miklum vinsældum að fagna lengi vel eftir það, ef svo má að orði komast, og var það eiginlega ekki fyrr en um miðja tuttugustu öldina sem hún eins og vaknaði upp frá dauðum á ný.
Nútíma nornatrú telst til svokallaðar nýheiðni (Neo-Pagan).
Í dag þrífst wicca hins vegar vel og var meðal annars viðurkennd trú í Bandaríkjunum árið 1985 og er vernduð af stjórnarskrá landsins.
Kannski sendi ég meir inn… það er að segja ef einhverjum finnst vera eitthvað vit í þessu!
Ég bendi aftur á að þetta eru aðeins aðalatriðin og má endalaust bæta við!
Takk fyrir að lesa =)
Alda