Það að vita ekki virðist vera stærsti ótti mannskepnunnar. Það er ef draga má einhvern dóm gríðarlegri þekkingar leit hennar. Flest erum við nú öll sammála um það að þessi leit sé af hinum góða og hafi varpað ljósi á myrkur fáfræði og fordóma sem rista djúp sár í fortíð mannkyns.
Richard Feynman sagði einu sinni að hann óttaðist ekki að vita ekki, þetta ætti fólk frekar að taka sér til fyrirmyndar en að óttast. Því óttinn leiðir til þess að felldir eru dómar á fyrirbæri og hugmyndir sem meðalmanninum kann að finnast furðulegar og ósennilegar.
Sú var tíð að hugmyndin um að maðurinn gæti flogið var álitin fyrra og vitleysa, en öll vitum við nú betur í dag. Því flest höfum við flogið á einn eða annan máta.
Á þessu áhugamáli hef ég oft séð þetta nákvæmlega sama eiga sér stað. Einstaklingar koma hingað inn til að fella dóma yfir því sem þeir skilja ekki, þekkja ekki og vita ekkert um. Gjarnan eru borin upp þau rök að það séu ekki til vísindalegar staðfestingar á tilvist hins og þessa. Mig langar því að benda á að þótt eitthvað hafi ekki verið “sannað” þíðir það ekki að það hafi verið afsannað. Þó að við skiljum eitthvað ekki núna, þíðir það ekki að það verði ekki skilið. Rétt eins og flugið eða til dæmis sú staðreynda að jörðin er ekki miðja sólkerfisins.
Margar kenningar vísindanna hafa verið gríðarlega umdeildar, og gríðarlega margir háttvirtir vísindamenn talið þær rugl. Tíminn hefur þó leitt í ljós að margar þær sem kunna að hljóma algalnar reynast samt réttar, má þá nefna algildi ljóshraðans í tómarúmi.
Þeir sem fella dóma á hugmyndir sem þeir hafa raunverulega ekki vit á, sýna ekki fram á eigin gáfur heldur fordóma. Það eitthvað hljómi ósennilegt í eyrum þínum merkir ekki að það sé bull eða heimska það þíðir bara nákvæmlega eitt sem er að þér finnist það hljóma ósennilega.
Margir hafa komið hingað inn til að beita fyrir sig sálfræði og hrekja þannig sögu fólks og hefja sig yfir aðra. Mig langar því að minna á að sálfræði er ekki áreiðanleg vísindi. Sálfræði hefur ótal undantekningar og erfitt að sýna fram á að kenningar. Þeim rannsóknum sem er beitt til þess mundi til dæmis aldrei standast kröfur raunvísindanna. Ekki er þó öll sálfræði vinur þeirra sem vilja afneyta tilvist alls sem kalla mætti yfirnáttúrulegt. Dulsálfræði gengur einmitt út frá þeirri forsendu að til sé eitthvað sem er dulræn fyrirbrigði. Það hafa verið gerðar margar áhugaverða rannsóknir á þessu sviði. Vil ég þá benda fólki á googla rannsókn sem Erlendur Haraldsson framkvæmdi á Hafsteini miðli.
Að lokum vil ég minna fólk á að óttast ekki það sem virðist óútskýranlegt og taka þeim möguleika af opnum hug að það sem kann að þykja ómögulegt er kannski ekki ómögulegt.