Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta, en ég ætla að reyna. Ég held þetta hafi byrjað þegar ég var í kringum 7-8 ára (sem ég man eftir) að ég hafi fundið fyrir fólki í kringum mig, mér var alltaf sagt af ömmu minni sem er einnig svona að vera ekki smeik við þetta. Og ég er það ekki, finnst þetta samt stundum óþægilegt.
En það er annað sem mér finnst voðalega furðulegt og væri til í að komast af afhverju ég get svona lagað.
Dæmi : Þegar ég var ca. 12 ára þá fór besta vinkona mín yfir heilt sumar út á land og við vorum í engu sambandi allan þann tíma. En þegar hún kemur heim þá hittumst við og allt í einu fer ég að segja henni frá staðnum sem hún var á lýsti húsinu nákvæmlega, liti á veggjum, ljósakrónum, hvaða herbergi er hvar….
En ég skil ekki hvernig ég gat vitað þetta hef ekki einu sinni komið til þessarar bæjar og ekkert talað við hana um staðinn.
Þetta er ekki eina dæmið en þetta gerist ekki voðalega oft en það kemur fyrir að ég finni fyrir svona sterku að ég sjái þessa hluti fyrir mér eins og ég sé á staðnum…
Er þetta kannki einhvað sem maður getur stjórnað eða ?
Kveðja Kitty