Þar sem það kom mér á óvart hvað fáir vissu nokkuð um áru þá kem ég hér með smá upplýsingar fyrir þá sem ekkert eða lítið vita.
Ég tek það fram að þetta eru bara mínar hugrenningar og hafa aðrir eflaust einhverjar aðrar skýringar.
Ára er orkublik sem umlykur hverja manneskju, blikið hefur ákveðna liti og lögun. Fer litur árunnar t.d. eftir því hvaða þroska viðkomandi hefur eða hvað eiginleika hann hefur þroskað mest og er þá sá litur kannski alsráðandi í árunni. Þannig getur litur í árunni þinni breyst með árunum eftir því sem þú þroskast. Einnig getur hún orðið breytileg frá degi til dags ef þú t.d. verður reiður, þá mátt þú vera viss um það að ára þín verður eins og eldglæringar í allar áttir og áhrif þín á annað fólk eftir því.
Hver litur hefur sína merkingu.
T.d. er fólk sem er lífsglatt með áberandi skæra áru og geislar frá sér því litrófi sem það hefur.
Helsta þýðing litanna er:
Tek það fram að þetta er það sem ég hef lesið hér og þar og kannski eru ekki allir sammála um gildi litanna því þeir sem sjá árur fólks tengja líka liti í árunni saman þannig að það getur verið að merking hvers og eins breytist aðeins við það, en flestir sem ég hef talað við eru nokkuð sammála um þetta.
Rautt gefur til kynna kraft, hreysti og lífsorku.
Djúprautt, skapofsa og uppnám. Skarlatsrautt segir að þarna sér egóið sem ráði ferðinni. Bleikt og kóralrautt er oft hjá ungu fólki og á það eftir að þroska marga þætti í sér.
Rauðgyllt, er litur lífsfyllingar og ögunar.
Rauðgulur, er umhyggja og tillitsemi.
Rauðbrúnn, kannski svolítið latur.
Gulur, hraustleiki, velsæld og kærleikur.
Smaragðsgrænn er litur heilunar og lækninga ef hann er mjög sterkur þá vingjarnlegur og hjálpfýsi. Sagt er að læknar og hjúkrunarfólk hafi mikið af grænum litum í áru sinni.
Blátt er litur andans, tákn bæna, allir bláir litir eru oftast tengdir andlegum störfum eða þeirra sem eru andlega sinnaðir.
Indígó og fjólublátt eru litir andlegra og trúarlegra leiðtoga.
Purpuralitur er tákn um umburðarlyndi.
Þannig er nú svona helstu litir áranna, en það skal tekið fram að þetta er miklu flóknara í samhengi við aðra liti.
Ég vona að þetta komi ykkur til að hugsa um áruna ykkar.
Þig hugsið um það hvað þið eruð að láta frá ykkur í hugsun og verki. Því öll ykkar útgeislun hefur mikið að segja um ykkar eigin líðan. Látið ykkur líða vel og verið góð hvert við annað.
Takk
teista