Svona til að byrja með þá ætla ég að segja að ég er enginn öfga trúar maður á dulræna hluti. Hef alltaf litið á það sem einhverskonar dægradvöl, en samt trúi ég að það sé til meira en maður sér.
Ég þykist vera frekar næmur maður, og trúi að allra fyrsta tilfinningin sem maður fær, þegar maður hittir einhvern, kemur eitthvað, eða sér eitthvað í fyrsta sinn, það sé rétta tilfinningin.
Undanfarnar vikur hef ég haft einhverja óþægilega tilfinningu, fatta ekki alveg hvernig, einhver óþægileg tilfinning, er orðinn mjög myrkfælinn, sef illa og dreymi illa.
Svo í kvöld fór ég í heimsókn til vina minna og þar á borðinu var tarot spilastokkur, ég náttúrulega fór eitthvað grínast með hann og sagði að nú ætli ég draga spil sem merkti að ég myndi fá fullt af peningum og eitthvað skemmtilegt.
Fyrsta spilið sem ég dró var spil píslarvættisins, jæja það var nú ekki það sem ég vildi sjá, svo ég ákvað draga annað, og þá var það Dauða spilið.
Verð nú bara að segja það að mér varð nú soldið um þetta.
Svo nú spyr ég áhugafólk um tarot, hvað þetti merki? Er ég fara deyja einhverjum píslarvættisdauða?
Tek þetta nú samt ekki bókstaflega en þetta vekur upp hugsanir.
Svo nú að algjörlega öðru, þegar ég fór í burtu komst ég ekki inn í bílinn minn, læsingin var bara föst en samt ekki frosinn, gat snúið henni aðeins en ekki nóg til að opna, ég þurfti að skríða inn í bílinn að aftan, svo þegar ég kom heim ætlaði ég reyna opna aftur, þá var allt laust og fínt eins ekkert hefði gerst.
Maður hugsaði smá þá líka.
Svo núna í þokkabót finn ég að ég er að verða veikur, hef ekki veikst þrjú ár, er með hálsbólgu og hósta, kraftlaus og svíður í augun.
Þetta eru glæsilegar dagar þessir dagar núna…