Upphaf frímúrarareglunnar
Hið eiginlega upphaf nútíma Frímúrarareglunnar má rekja til Bretlands, en þar var stofnuð fyrsta stórstúkan á Jónsmessunni árið 1717. Þessi stúka sem var nefnd The Constitutions of the Freemasons var sett saman með samruna fjögurra stúka sem kenndar voru við öldurhús í London. Þó að fyrsta stórstúkan hafi verið stofnuð árið 1717 þá er miðað við að nútíma frímúrarastarf hefjist árið 1723 með útgáfu fyrstu „stjórnarskrá“ sem unnin var úr heimildum um hina gömlu, frjálsu múrara og iðn þeirra, til þess að draga fram í dagsljósið forna siðið þeirra.
Upphaflega var einungis starfað á einu stigi, en brátt þróaðist starfið í þrjú stig en þannig hefur það haldist að mestu í stórstúkum enskumælandi frímúrara. Þó hefur orðið sú undantekning á að hærri stig hafa þróast. Þau eru reyndar ekki viðurkennd sem lögleg starfsemi frímúrara og hafa því verið stofnuð félög sem starfa aðeins á hástigum. „Sænska kerfið“ hefur þó fleiri stig. Sænska frímúrarastarfið hefst árið 1735 þegar Axel Wrede-Sparre greifi stofnaði fyrstu stúkuna sem við hann er kennd. Síðar stofnaði Karl F. Scheffer greifi aðra stúku árið 1738 eftir að hafa fengið til þess leyfi frá Derwenter lávarði, Stórmeistara Frönsku reglunnar. Margar stúkur voru settar á laggirnar næstu árin og áratugina án nokkurar stórrar merkingar að undanskilinni stúku sem nefnd var „St. Jean Auxiliarie“ en hana stofnaði Knut C. Posse árið 1752. Við stofnun þeirrar stúku er talið að grunnurinn að hinu „sænska frímúrarakerfi“ hafi verið lagður. Í þessu samhengi er oft talað um Karl Fredrik Eckleff sem „föður“ þessa kerfis. Þetta „sænska kerfi“ er einmitt það kerfi sem íslendingar notast við.
Stofnun frímúrarareglunnar á Íslandi
Mánudaginn 23.júlí 1951 var frímúrarareglan á Íslandi stofnuð með viðhöfn í Borgartúni 4. Á þessum fundi var það rætt að framvegis færi allt frímúrarastarf fram í sjálfstæðri reglu með alþjóðlegri viðurkenningu en til þessa höfðu íslenskir frímúrarar starfað innan dönsku frímúrarareglunnar. Fundur þessi fór fram á dönsku þar sem stórmeistari dönsku reglunnar Harald Frode Rydgard stýrði viðhöfninni. Einnig sátu nokkrir aðrir forustumenn fundin ásamt íslenskum forustumönnum en þeir störfuðu ýmis störf við fundarhöldin. Við setningu fundarins las Vilhelm Fischer upp skipulagsskjöl sem tilgreindu formlega stofnun Frímúrarareglu á íslandi og að hún myndi njóta allrar þeirrar viðurkenningar sem aðrar sjálfstæðar reglur njóta. Þetta var að sjálfsögðu ekki það eina sem hann las upp en þar sem leynd hvílir yfir þessari reglu og fundum hennar verður ekki sagt meira frá því hér. Eftir að Ólafur Lárusson hafði lesið þessi sömu skjöl á íslensku voru skjöl þessi afhent Stjórnandi Meistara Frímúrarareglunnar á Íslandi, verðandi stórmeistara hennar, Sveini Björnsyni fyrsta forseta Íslenska Lýðveldissins. Þakkaði hann fyrir sig með ræðu enda margrómaður ræðusnillingur þar sem hann ávarpaði sérstaklega forustumenn dönsku reglunnar og þakkaði þeim þeirra hlut við framvindu frímúrarastarfs á íslandi og stofnun sjálfstæðrar reglu á íslandi. Að þessari ræðu lokinni óskaði Frode Rydgard, íslenskum frímúrörum alls hins besta og óskaði þeim jafnframt til hamingju með merkan áfanga. Tveimur dögum eftir umtalaðan fund átti sér stað sérstakur fundur þar sem Sveinn Björnsson, forseti íslands, var settur inn í embætti sem fyrsti Stórmeistari Frímúrarareglunnar, þetta gerðist miðvikudaginn 25. Júlí 1951. Sumarið 1951 voru samtals 538 frímúrarar á Íslandi höfðu þá 117 reglubræður látist og 33 til viðbótar höfðu sagt skilið við íslensku regluna og flust búferlum til annara landa og tekið upp þráðinn í viðkomandi landi.
Eflaust er hægt að velta því fyrir sér hvers vegna svona merkilegir menn séu frímúrarar og auðveldlega hægt að álykta svo að Frímúrarar séu hálfgerð mafía með pólítísku ívafi. En svo er reyndar ekki að þeirra sögn, þetta á allt að vera tilviljun. En svo er reyndar ekki alltaf… þó er hægt að túlka þannig að þessi regla höfði einfaldlega betur til Framafólks og þeirra sem merkilegir eru.
Tenging við kristni
Frímúrarareglan á íslandi byggir starfsemi sýna á Kristnum grundvelli. Erlendis er því einnig háttað þannig með nokkrum undantekningum þar sem menn verða einungis að játa trú á æðra vald. Telja má að trú á æðra vald hafi fylgt frímúrurum frá upphafi því starfið er sagt byggja að mörgu leiti á trú. Að sjálfsögðu eru kerfi frímúrara frábrugðin eins og kemur fram í upphafi riti þessu en það sama er hægt að segja um trúarbrögð. Íslenska reglan notast við hið sænska kerfi sem er eins og nafnið vísar til af sænskum uppruna. Í lögum um regluna er sagt frá tengslum við kristni. Þar segir:
„Reglan byggir á kristnum grunni. Til þess að verða félagi þarf viðkomandi að játa kristna trú(siggi stæ getur ekki orðið frímúrari á íslandi…) Kristin trú er grundvöllur sænska frímúrarakerfisins. Frímúrarareglan þvingar ekki félagana til neinnar sérstakrar kristinnar trúariðkunar. Ekki er krafist neinna loforða af frímúrara sem andstæð eru Guði eða brjóta í bága við trúarskoðun hans.“
Reglan er þó ekki sögð vera trúarfélag og kemur það ávalt skýrt fram. Því er nánast alltaf fylgt eftir með því að segja Regluna vera algjörlega sjálfstæðan félagsskap en þó með tengingu við kristna siði og kenningar. Starfið í Reglunni dýpkar og eykur skilning manna á gildi kristni sem gæti verið svarið við því hvers vegna óvenju margir prestar séu frímúrarar. Fjölmargir frímúrarar fullyrða að nýr og æðri skilningur á gildum kristni fylgi inngöngu inn í Regluna. Eitt sem skiptir frímúrara miklu máli er að þeir líta á reglubræður sína á sama hátt og venjulega bræður. Þetta getur útskýrt hví reglubræður standa ávalt svo þétt saman og hjálpa hvor öðrum eins mikið og raun ber vitni þegar bróðir á við vanda að stríða.
Frímúrarar stíga næst skref
Það liðu ekki nema 39 ár frá því að landvist frímúrara á íslandi var staðfest þar til sjálfstæð fullvalda Regla var stofnuð á íslandi. Þetta virðist kannski vera langur tími en svo er reyndar ekki. Við það að stofna nýja og sjálfstæða reglu voru frímúrarar að segja skilið við dani og staðfesta þann gjörning íslands að ganga úr konungssambandi við Danmörku. Segja má að skilaboð þeirra hafi verið skýr ísland er frjálst land og við erum ykkur ekki háð. Samskipti á milli danskra og íslenskra frímúrara var þó langt frá því að vera stirð, danskir frímúrarar áttu stóran þátt í öllu skipulagi nýrrar reglu á íslandi og vitaskuld eiga íslendingar dönum mikið að þakka. Margir forgöngumenn íslenskra stúkna voru miklir framamenn og áberandi í íslensku þjóðlífi, þó voru jafnframt í hópnum danskir bræður sem sest höfðu að á íslensku fróni. Þó að hinir dönsku bræður hafi haft mikla þjóðerniskennd þá skipti þá jafn miklu máli og íslenskum bræðrum að halda reisn hinnar íslensku stúku. Þegar reglan var sett í gagnið á íslandi vantaði alla laga- siða- og fræðibálka reglunnar á íslensku. það var hins vegar ekki auðvelt verka að þýða laga- siða- og fræðibálkana eða „Grundvallarskipanin“ eins ritin voru oft nefn, því þau fylla marga prentaða „doðranta“ og voru flestir á „gömlu upphöfnu“ fræðimáli dönsku og sænsku. Verkefnið var risavaxið og nánast fráhrindandi því stærð þess var svo gífurleg. Heldur betur segi á gæfuhlið íslensku stúknanna, því í bræðrahópnum voru menn sem ekki aðeins kunnu og gátu heldur höfðu einnig hinn gífurlega dugnað og óbilandi kjark sem þurfti til að vinna verkið skammarlaust. Ritin voru öll þýdd með penna og blaði og sagði faðir minn mér það að það væri ótrúlegt hve öll skrift væri læsileg og falleg. Ritin voru öll þýdd með penna og blaði og sagði faðir minn mér það að það væri ótrúlegt hve öll skrift væri læsileg og falleg. Grundvallarskipanin hefur verið notuð af stjórnendum reglunnar eins og gengið var frá henni um miðja síðustu öld, en þar að auki hafa verið gerðir útdrættir úr siðabálkum til daglegra nota. Tónlist hefur ávalt skipað stóran sess í störfum frímúrara og þar hafa þeir notið hjálpar ýmsa tónlistar snillinga líkt og t.d. Mozarts.
Niðurlag
Eins og lesandi hefur komist að þá er reglan mjög forvitnileg, og það er eitt af hvötum mannsins að vita meira og meira og það hvetur mann í að komast að fleiru. Eftir að hafa skrifað þetta rit þá hef ég komist að því að Frímúrari er eitthvað sem mig langar að verða í framtíðinni. Þó að faðir minn og afar hafi verið frímúrarar þá er það ekki það eina sem hvetur mig í að verða frímúrari, forvitnin á þar einnig stóran þátt. En forvitni og pressa frá föður sem reyndar er að reyna að draga úr áhuga mínum á þessari mjög svo forvitnilegu reglu, er alls ekki það eina sem dregur að, þau gildi sem reglan stendur fyrir, að rækta sinn innri mann og hið einstaka bræðraband sem virðist myndast hefur einnig aðdráttarafl.