Ég kem úr fjölskyldu þar sem að skyggni er mjög mikil og meðal annars er stjúpi minn mjög sterkur og getur auðveldlega gefið af sér góða og heilandi orku.
Mér hefur alltaf verið sagt að mér fylgi margir og ég hef til dæmis oft “fundið fyrir” afa mínum hérna hjá mér og eins veit konan mín af því að henni fylgja margir.
Ég keypti gamla íbúð í norðurmýrinni fyrir um einu og hálfu ári síðan og okkur hefur margoft fundist eins og það séu hérna fleiri en við og börnin okkar.
Við fundum fyrir þessu um leið og við fluttum inn og þá oftar en ekki inni í stofunni hjá okkur þar sem hljóð heyrðust og hlutir jafnvel heyrðust detta og þegar ég fór að athuga með þá þá fann ég ekki alltaf hlutina eða að það var eins og þeir hefðu verið settir á annann stað þ.e. ekki á sinn upprunalega stað.
Ekki miskilja mig, við trúum því ekki að hér séu vondir andar eða ærsladraugar heldur góðar sálir og kannski pínu forvitnar. :o)
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að þetta séu kannski einhver af þessum fjölda sem að fylgir okkur sem er loksins að þora að skoða dótið okkar eða jafnvel hvort að það hafi orðið “íbúi” eftir þegar fyrri eigandi flutti út og sá hinn sami hafi aðeins verið að rannsaka okkur og okkar.
Núna hef ég ekki tekið eftir þessu inni í stofu lengi en finnst samt eins og það sé alltaf einnhver í forstofunni eða inni á baði og einstaka sinnum inni í eldhúsi en ég er svo til hættur að kippa mér upp við þetta.
Niðurstaðan er sú að þó að það séu einhverjir fleiri hér en ég, konan mín og börnin okkar þá lifum við í sátt og samlyndi með þeim góðu öndum sem vilja vera hérna hjá okkur.
Kær kveðja seta